Fleiri munu afplána með samfélagsþjónustu

Í dag er oft langur tími sem líður frá því …
Í dag er oft langur tími sem líður frá því dómur fellur og þangað til einstaklingar hefja afplánun sína. AFP

Samþykkt­ar voru á þingi aðgerðir með það mark­mið að stytta boðun­arlista til afplán­un­ar refs­inga og fækka þannig fyrn­ing­um refs­inga og stytta bið þeirra, sem dæmd­ir hafa verið, eft­ir afplán­un.

Um er að ræða tíma­bundn­ar breyt­ing­ar sem veita Fang­els­is­mála­stofn­un heim­ild til að láta menn afplána 24 mánaða óskil­orðsbund­inn fang­els­is­dóm, með sam­fé­lagsþjón­ustu. Áður var það aðeins hægt ef refsi­tím­inn var styttri en 12 mánuðir og því færri sem gátu fallið þar und­ir.

Einnig verða gerðar tíma­bundn­ar breyt­ing­ar sem gera stofn­un­inni kleift að veita föng­um reynslu­lausn nokkr­um dög­um fyrr en sam­kvæmt gild­andi lög­um.

mbl.is