Hafði lengi dreymt um notalegt glerhús

Glerhúsið má nota til þess að vera með kaffiboð, eða …
Glerhúsið má nota til þess að vera með kaffiboð, eða bara til að vera úti lengur á sumrin.

Fyrir þá sem vilja vinna með íslenska veðrinu og gera eigin útlönd í garðinn gæti glerhús verið góður kostur. Fjölskyldan í Kópavogi hafði lengi dreymt um að eignast gróðurhús og fann það sem leitað var að hjá BK hönnun.

Þau keyptu húsið um áramótin og settu það upp um páskana.

Hugmyndin að baki húsinu er að geta setið úti og notið þess að vera úti í náttúrunni en þó í skjóli. Þau settu glerhúsið upp sjálf, grófu upp jarðveginn og steyptu undir húsið. Hellulögnin gekk vel fyrir sig og uppsetning hússins var einföld að þeirra sögn.

Inni í húsinu eru fallegt borð og stólar frá IKEA. Hurðin er rennihurð og húsið er með þakgluggum sem opnast sjálfkrafa við ákveðið hitastig í húsinu.

Fjölskyldan er ennþá að prófa sig áfram með gróður í glerhúsinu en er nú með alls konar plöntur, jarðarber og kryddjurtir, ólífutré og eucalyptus, sem gefur góðan ilm. Þar má einnig finna bláberjarunna og klifurplöntu.

Glerhúsið í garðinum í Kópavogi er dýrmæt viðbót við húsið.
Glerhúsið í garðinum í Kópavogi er dýrmæt viðbót við húsið.

Það verður sérstaklega huggulegt inni í húsinu þegar veðrabreytingar eiga sér stað og íslenska rigningin verður sérstaklega sjarmerandi þegar inn í glerhúsið er komið.

Kostnaðurinn við þetta hús er vel fjárfestingarinnar virði og getur verið leið til að sitja úti lengur en hægt er á hefðbundnum palli.

Blómin kunna vel við sig í garðhúsinu.
Blómin kunna vel við sig í garðhúsinu.
Morgunmaturinn smakkast betur í garðhúsinu.
Morgunmaturinn smakkast betur í garðhúsinu.
Þegar hitinn nær ákveðnu stigi þá opnast gluggarnir í glerhúsinu.
Þegar hitinn nær ákveðnu stigi þá opnast gluggarnir í glerhúsinu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: