Saknar margs úr starfi sjómannsins

200 mílur - Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
200 mílur - Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, mun láta af embætti í haust enda sæk­ist hann ekki eft­ir end­ur­kjöri. Hann seg­ist ganga þakk­lát­ur og stolt­ur frá borði og kveðst ekki vita hvað taki nú við. Kristján sakn­ar oft sjó­mennsk­unn­ar og kveðst ekki úti­loka að hann snúi aft­ur til sjós.

Merk­ing og inni­hald sjó­mannadags­ins hef­ur kannski breyst í ár­anna rás, frá því hon­um var komið á lagg­irn­ar. Það hef­ur gerst sam­hliða þeim breyt­ing­um sem hafa orðið í grein­inni og ekki síður í þjóðfé­lag­inu. Í mín­um huga, og ef­laust flestra sem rekja upp­runa sinn til sjáv­ar­plássa og eru í mín­um ald­urs­hópi, þá er þetta dag­ur sem hef­ur yfir sér mik­inn hátíðarblæ. Dag­ur sem er gríðarlega mik­il­væg­ur. Hann er ekki bara til heiðurs sjó­mönn­un­um sjálf­um held­ur einnig fjöl­skyld­um þeirra sem sam­an lögðu grunn­inn und­ir það þjóðfé­lag sem Íslend­ing­ar nú­tím­ans búa við,“ seg­ir Kristján.

Hann tel­ur dag­inn gott til­efni til að líta um öxl og minn­ast þess hve mikið starf stétt­ar­inn­ar hef­ur breyst. Örygg­is­mál­um er bet­ur sinnt, all­ur aðbúnaður betri og fjar­skipti orðin langt­um betri en tíðkaðist fyr­ir fáum árum. „Það er því margt sem hef­ur batnað til muna en það er þó eitt sem breyt­ist aldrei og það er fjar­vera frá nán­asta fólki og aðgengi að sam­fé­lags­legri þjón­ustu er allt annað en aðrir búa við.“

Kristján þór Júlíusson um borð í togaranum Blika á 9. …
Kristján þór Júlí­us­son um borð í tog­ar­an­um Blika á 9. ára­tug - skip­stjóri Ljós­mynd/​Aðsend

Kristján tal­ar af per­sónu­legri reynslu en hann var við sjó­mennsku um ára­bil og seg­ir það hafa verið nátt­úru­leg­an far­veg fyr­ir ung­an ein­stak­ling í sjáv­arþorp­inu þar sem hann ólst upp, Dal­vík í Eyjaf­irði. „Dal­vík city eins og við köll­um það. Þetta er miðpunkt­ur al­heims­ins eins og all­ir vita. Þar ólst maður upp við það að allt sem átti sér stað í bæj­ar­fé­lag­inu tengd­ist sjón­um með ein­um eða öðrum hætti. Fjöl­skylda mín, bæði í föður- og móðurætt, hafði rík tengsl við sjó­inn og þá dregst maður bara ósjálfrátt með inn í þetta,“ seg­ir hann og fer að rifja upp æskuminn­ing­ar.

Mýkri en þeir vilja vera láta

„Ég fékk að fljóta með á ára­bát á grá­sleppu með Kidda gamla á Miðkoti þegar maður var bara pjakk­ur. Trill­uni Bjarma úr Efsta­koti sömu­leiðis. Maður var mikið hjá pabba og körl­un­um á neta­verk­stæðinu. Svo fer maður á sjó sjálf­ur, í fyrsta sinn á tog­ara á sextánda ald­ursári og var þar svo öll sum­ur í gegn­um alla skóla.“

„En sjó­mennsk­an er þannig að þegar maður fer ung­ur inn í þetta ríður á svo miklu hvernig áhöfn­in tek­ur við svona ein­stak­lingi sem kem­ur óharðnaður um borð, eins og ég var. Þar voru mér eldri menn, all­nokkr­um árum og líka tölu­vert eldri. Maður fann það bara hvernig manni var tekið af þess­um körl­um, þeir kenndu manni og fóstruðu mann á meðan maður kunni nán­ast ekk­ert í þess­um fyrstu túr­um. Þess­ir jaxl­ar taka utan um mann og koma þér til manns og eru miklu mýkri menn en þeir vilja vera láta.“

Dalvík við Eyjafjörð.
Dal­vík við Eyja­fjörð. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Kristján lauk skip­stjórn­ar­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík 1978 og starfaði sem stýri­maður og skip­stjóri, vann sem kenn­ari við Stýri­manna­skól­ann á Dal­vík auk þess sem hann lauk námi í ís­lensku og al­menn­um bók­mennt­um auk kennslu­rétt­inda. „Ég var bú­inn að ráða mig sem skip­stjóra á tog­bát 1986 þegar ég sótti um starf bæj­ar­stjóra heima á Dal­vík og fékk það. Frá þeim tíma er ég bú­inn að vera í þessu póli­tíska þjarki.“

Sakn­arðu sjó­mennsk­unn­ar?

„Oft er það já. Það er margt í starfi sjó­manns­ins sem maður sakn­ar. Veiðin, sam­fé­lagið um borð og ná­býlið við nátt­úr­una sem er rík­ur þátt­ur í starfi sjó­manns­ins og maður lær­ir fljótt að bera virðingu fyr­ir henni.“ Þá seg­ir Kristján einnig að um borð í fiski­skipi sé að finna mikla sam­heldni og liðsheild. „Það sem er sér­stakt við sjó­mennsku er að það er ein­hver vit­und um það í hverju skipi að áhöfn­in verður að vinna sam­an til þess að ár­ang­ur­inn af starf­inu verði sem mest­ur.“

Fátt betra en sum­arnótt á trillu

Eins og flest­um er orðið kunn­ugt mun Kristján láta af störf­um í haust, en hann til­kynnti í mars að hann myndi ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. Víða er fólk að spá hvað kunni að taka við er Kristján hverf­ur af þingi, sjálf­ur kveðst hann ekki hafa gert upp hug sinn og er því blaðamaður knú­inn til að nota úti­lok­un­araðferðina og spyrja hvort komi til greina að snúa aft­ur á sjó.

„Það get­ur vel verið. Ég er ekki með nein plön um það. Það eina sem ég er bú­inn að ákveða með sjálf­um mér er að ráða dag­skrá morg­undags­ins sem ég hef ekki gert í lang­an tíma. Ég er ekki bú­inn að ákveða neitt en ég mun aldrei úti­loka það að fara eitt­hvað til sjós, en ég myndi ekki gera það af sama krafti og í fyrri tíð.“

En heilla kannski strand­veiðar?

„Strand­veiðar eru hörku­vinna. Þetta er ekki alltaf sól og slétt­ur sjór. Strand­veiðar eru puð ef menn ætla að hafa af þeim al­menni­lega af­komu. En á trillu í fal­legri sum­arnótt; það er fátt fal­legra og betra.“

Ekki tek­ist að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um

Í þjóðfé­lagsum­ræðunni um sjáv­ar­út­veg hef­ur und­an­far­in tæp tvö ár verið efst á baugi, mál Sam­herja; fram­ganga fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu sem og hér á landi. Kristján hef­ur ekki ein­ung­is verið ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála á þess­um tíma held­ur hef­ur sjálf­ur setið und­ir ásök­un­um og gagn­rýni.

Spurður hvernig staða mála og umræðan blasi við sér svar­ar Kristján: „Það er ákaf­lega dap­urt, svo ekki sé sterk­ara að orði kveðið, að horfa upp á þessa stöðu sem hef­ur byggst upp í kring­um þetta ágæta fyr­ir­tæki. Ég sagði það strax þegar þetta mál hófst að for­svars­menn þess yrðu að ganga fram fyr­ir skjöldu og greina þessa stöðu og gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um. Ég held að flest­ir sem fylgj­ast með þess­ari umræðu geti verið sam­mála um að það hafi fyr­ir­tæk­inu ekki tek­ist enn þann dag í dag.“

„Ég hef í þess­ari umræðu verið sam­samaður viðbrögðum fyr­ir­tæk­is­ins við þessu máli. Í póli­tík er ekk­ert spurt um hvort það sé sann­gjarnt eða ekki, en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurn­ing­um sem að mér hef­ur verið beint. Þau svör hafa meira snert fyrri aðkomu mína að fyr­ir­tæk­inu, þá helst þá staðreynd að ég sat þarna í stjórn fyr­ir rúm­lega tveim­ur ára­tug­um, en ekki þær ásak­an­ir sem hafa komið fram á hend­ur fyr­ir­tæk­inu enda þekki ég þau mál ekki neitt.“

Ráðherr­ann seg­ir sér þykja vont hvernig umræðan um Sam­herja smit­ar út frá sér og hef­ur áhrif á heila at­vinnu­grein. „Eins frá­bær­um ár­angri og ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur náð á und­an­förn­um árum og ára­tug­um, þá fel­ur þessi staða í sér að hún veik­ir til­trú fólks til sjáv­ar­út­vegs­ins sem er mjög slæmt.“

Mark­miðið að bæta ís­lenskt sam­fé­lag

Eins og fyrr seg­ir hóf Kristján stjórn­mála­fer­il­inn 1986 og hef­ur gegnt op­in­ber­um embætt­um í 35 ár. Má í því sam­hengi nefna starf bæj­ar­stjóra á Dal­vík, Ísaf­irði og Ak­ur­eyri auk þess sem hann hef­ur verið ráðherra mennta­mála, heil­brigðismála og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mála.

„Það sem mér finnst standa upp úr er að hafa fengið tæki­færi til að vinna með mörgu góðu fólki og kynn­ast enn fleira fólki, viðhorf­um þess og að vinna fyr­ir það. Það er alltaf erfitt að leggja dóm á eig­in verk og betra að annað fólk leggi mat á það. Það eru orðin, eðli máls­ins sam­kvæmt, mörg verk­efni sem ég hef komið að þar sem ég hef unnið með það sem meg­in­mark­mið að bæta ís­lenskt þjóðfé­lag, bæta lífs­gæði Íslend­inga, hvort sem það er í sveit­ar­fé­lög­um eða á landsvísu. Þannig að ég mun ganga þakk­lát­ur og stolt­ur af mín­um verk­um frá borði þegar að því kem­ur,“ seg­ir Kristján að lok­um.

Viðtalið var fyrst birt í sér­blaði 200 mílna sem fylgdi Morg­blaðinu 5. júní í til­efni af sjó­manna­deg­in­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: