Tveir borgarísjakar í Hornvík

Borgarísjaki við Hornvík á Hornströndum.
Borgarísjaki við Hornvík á Hornströndum. Ljósmynd/Stígur Berg Sophusson

Landhelgisgæslan fékk í gær tilkynningu frá skipstjóra farþegabátsins Ingólfs frá Sjóferðum um tvo borgarísjaka. Sá stærri var á reki út víkina, en sá minni virtist strandaður. Skipstjórinn, Stígur berg Sophusson, tók meðfylgjandi myndir af ísjökunum. 

Samkvæmt upplýsingum frá vaktstöð siglinga hjá Landhelgisgæslunni eru þetta líklega fyrstu ísjakarnir sem tilkynnt er um á þessu ári hér við land.

Tilkynningar hafa verið sendar á sjófarendur þar sem varað er við ísjökunum, en Landhelgisgæslan tekur fram að ísjakar geti reynst bæði bátum og skipum hættulegir þegar þeir eru á reki.

Landhelgisgæslan beinir því til sjófarenda að fara varlega vegna ísjaka …
Landhelgisgæslan beinir því til sjófarenda að fara varlega vegna ísjaka á svæðinu. Ljósmynd/Stígur Berg Sophusson
mbl.is