Heyrúlluplast í innlenda endurvinnslu

Um 2000 tonn af heyrúlluplasti fellur til á Íslandi á …
Um 2000 tonn af heyrúlluplasti fellur til á Íslandi á ári. Skapti Hallgrímsson

Full­trú­ar Pure North Recycl­ing, Bænda­sam­tak­anna, Skaft­ár­hrepps og Sorpsam­lags Stranda­sýslu und­ir­rituðu í dag samn­ing um sam­starf sem mun gera bænd­um kleift að skila heyrúlluplasti í inn­lenda end­ur­vinnslu.

Sam­starf­inu er ætlað að auka sjálf­bærni Íslands, efla hringrás­ar­hag­kerfið og ýta und­ir bætta úr­gangs­stjórn­un á Íslandi.

„Bænda­sam­tök­in hafa sett sér metnaðarfulla um­hverf­is­stefnu og mik­ill metnaður er inn­an sveit­ar­fé­lag­anna um að gera bet­ur í úr­gangs­mál­um. Sam­starfið mun stuðla að vit­und­ar­vakn­ingu hér á landi um mik­il­vægi flokk­un­ar og þau áhrif sem betri úr­gangs­stjórn­un hef­ur á land­búnað. Með inn­lendri end­ur­vinnslu styrkj­um við jafn­framt virðiskeðjuna á Íslandi og sköp­um fleiri störf,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Pure North Recycl­ing.

Plast­meng­un sí­vax­andi um­hverf­is­vanda­mál

Pure North Recycl­ing end­ur­vinn­ur plast með um­hverf­i­s­væn­um orku­gjöf­um og er jarðvarm­inn þar í aðal­hlut­verki. Í dag er Pure North Recycl­ing eina fyr­ir­tækið á Íslandi sem end­ur­vinn­ur plast að fullu. Í end­ur­vinnsl­unni er óhrein­um plastúr­gangi breytt í plast­pall­ett­ur sem seld­ar eru til fram­leiðslu á nýj­um plast­vör­um hér á landi og er­lend­is.

„Plast­meng­un er al­var­legt um­hverf­is­vanda­mál af manna­völd­um sem fer sí­vax­andi. Mik­il­vægt er að hver þjóð verði sjálf­bær með sínu hringrás­ar­hag­kerfi og end­ur­vinni sitt plast. Mark­mið end­ur­vinnsl­unn­ar er að plast verði aft­ur að plasti og að full­vinnsl­an skilji eft­ir sig sem minnst eða ekk­ert kol­efn­is­spor en eng­in kemísk efni eru notuð við vinnsl­una,“ seg­ir á vefsíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is