Ísland langneðst Norðurlandaþjóða í frelsi fjölmiðla

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Um­hverfi fjöl­miðla er ekki eins og best verður á kosið hér landi að mati Sig­ríðar Dagg­ar Auðuns­dótt­ur, ný­kjör­ins for­manns Blaðamanna­fé­lags Íslands (BÍ). Fé­lagið stend­ur fyr­ir ráðstefnu í Nor­ræna hús­inu þar sem fjöl­miðlafrelsi á Íslandi og ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um er til umræðu. Streymi frá fund­in­um má finna neðst í frétt­inni.

Staðan er enda verri hér en hjá hinum nor­rænu þjóðunum ef marka má alþjóðleg­an lista yfir fjöl­miðlafrelsi, þar sem Nor­eg­ur er í fyrsta sæti, Finn­land í öðru, Svíþjóð í þriðja og Dan­mörk í fjórða. Ísland sit­ur í sextánda sæti list­ans, lang­neðst Norður­landaþjóða. 

Sig­ríður Dögg sagði í opn­un­ar­ávarpi sínu á ráðstefnu BÍ að víða í heim­in­um væri því vel fagnað að vera í 16. sæti þessa lista, t.a.m. í Hvíta-Rússlandi, en á Íslandi væri slík­ur ár­ang­ur óviðun­andi, sér­stak­lega þegar lönd­in sem við bær­um okk­ur sam­an við væru svo miklu ofar á list­an­um. 

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, flytur opnunarávarp á ráðsetfnu …
Sig­ríður Dögg Auðuns­dótt­ir, formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands, flyt­ur opn­un­ar­ávarp á ráðsetfnu fé­lags­ins um fjöl­miðlafrelsi á Íslandi og hinum Norður­lönd­un­um. Skjá­skot/​BÍ

Kast­ljósið bein­ist að Sam­herja

Sig­ríður nefndi svo aðför út­gerðarfé­lags­ins Sam­herja gegn fjöl­miðlamönn­um hér á landi, sér í lagi Helga Selj­an frétta­manni, sem und­an­farna mánuði hef­ur fjallað um meint brot fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. 

Þá sagði Sig­ríður að ekki aðeins væru það fyr­ir­tækja­rek­end­ur með djúpa vasa sem reyndu að leggja stein í götu blaðamanna hér á landi held­ur einnig alþing­is­menn. Þar vísaði Sig­ríður í orð Brynj­ars Ní­els­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem hef­ur iðulega komið Sam­herja til varn­ar, og sagt aðför Sam­herja að blaðamönn­um til jafns við heiðarlega rann­sókn­ar­blaðamennsku sem bein­ist að fé­lag­inu.

mbl.is