Kveðst vona að menn andi léttar

Arthur Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda.
Arthur Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Strand­veiðitíma­bilið stend­ur yfir og þess­ar veiðar eru sí­fellt að verða mik­il­væg­ari hluti af smá­báta­út­gerðinni,“ seg­ir Arth­ur Boga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. Hann seg­ir bar­átt­unni fyr­ir til­vist smá­báta­út­gerða hvergi nærri lokið.

„Eins og flest­um er orðið kunn­ugt höf­um við bar­ist fyr­ir því að festa ákveðinn daga­fjölda þannig að menn geta treyst því fyr­ir fram hvað þeir megi róa yfir sum­arið. Þetta er greini­lega mjög erfitt mál fyr­ir stjórn­völd og stjórn­sýsl­una. Þetta virðist falla illa að öll­um fer­köntuðum hug­mynd­um um hvað má veiða og hvernig eigi að standa að hlut­un­um. En við erum al­veg grjót­h­arðir á því að til þess að strand­veiðikerfið hætti að vera sá bast­arður sem það er í dag þurfi með lög­gjöf að tryggja mönn­um 12 daga í mánuði yfir sum­arið,“ seg­ir Arth­ur um til­hög­un strand­veiða.

Í ár hef­ur strand­veiðibát­un­um verið gef­in heim­ild til veiða á 11.100 tonn­um í maí, júní, júlí og ág­úst. Þar af 10 þúsund tonn af þorski, þúsund tonn af ufsa og 100 tonn af gull­karfa. Hverj­um strand­veiðibát verði heim­ilt að veiða í 12 daga í hvern mánuð eða 48 daga á tíma­bil­inu, en óheim­ilt er að stunda strand­veiðar föstu­daga, laug­ar­daga og sunnu­daga auk þess sem bannað er að stunda veiðarn­ar á svo­kölluðum rauðum dög­um. Hver veiðiferð má eigi standa yfir leng­ur en 14 klukku­stund­ir og má afli ekki vera um­fram 650 kíló í hverri ferð, miðað við slægðan þorsk. Óheim­ilt er að hafa fleiri en fjór­ar hand­færar­úll­ur um borð.

Strandveiðar í mynni Eyjafjarðar.
Strand­veiðar í mynni Eyja­fjarðar. mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Með því að hverj­um bát sé heim­ilt að veiða í 48 daga á tíma­bil­inu öllu tel­ur lands­sam­bandið að það gefi strand­veiðisjó­mönn­um sveigj­an­leika til að kom­ast sem næst því að full­nýta dag­ana óháð ytri aðstæðum og skapa þannog öll­um fjór­um veiðisvæðunum jafn­an aðgang. „Ég sjálf­ur er reynd­ar mjög hugsi yfir því til hvers ætti að vera með fjög­ur veiðisvæði ef 48 dag­arn­ir nást,“ seg­ir Arth­ur.

Vís­ar gagn­rýni á bug

Ef litið er til þess að hver bát­ur hefði trygga 48 daga og að há­marks­afli á dag er 650 kíló og bát­arn­ir væru til að mynda 500 (eru 579 nú) myndi sam­an­lagður afli strand­veiðibát­anna vera 15.000 tonn. Þeir sem gagn­rýna til­lögu Lands­sam­bands­ins hafa bent á að til þess að veiðar fari ekki fram úr ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar þurfi að taka þessa afla­heim­ild af öðrum í annaðhvort króka­afla­marks­kerf­inu eða stóra afla­marks­kerf­inu. Arth­ur gef­ur hins veg­ar lítið fyr­ir slíka nálg­un.

„Þessi út­reikn­ing­ur er mjög vin­sæll hjá þeim sem vilja smá­báta­út­gerðinni ekki vel, en hann stenst ekki. Það hef­ur aldrei komið til að meðalafli strand­veiðibát­anna sé eitt­hvað ná­lægt þess­um töl­um né að all­ir bát­ar rói 48 daga. Þess­ar Excel-hundak­únst­ir lýsa ein­hverju allt öðru en vilja til að nálg­ast þetta mál­efna­lega. Þess­um svefn­litlu aðilum væri nær að skoða afla­töl­ur frá því að þetta kerfi var sett á lagg­irn­ar. Það er ótrú­lega mikið jafn­vægi í þess­um veiðum, bæði hvað varðar fjölda báta og meðalafla. Ég minni t.d. á að í upp­hafi var því spáð af mikl­um spek­ing­um að inn í þetta kerfi myndu streyma fleiri þúsund bát­ar og sprengja allt í tætl­ur. Það hef­ur heyrst held­ur minna í þeim með ár­un­um því þetta hef­ur reynst al­ger þvætt­ing­ur.“

Strandveiðiafla landað í Hafnarfirði.
Strand­veiðiafla landað í Hafnar­f­irði. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

„Það er ekki flókið að reikna það út að með 48 daga og 650 kílóa há­marki á dag er mögu­legt að farið verði fram úr viðmiðum ein­hver ár, en menn gleyma því t.d. að 2018 og 2019 náðust ekki afla­heim­ild­irn­ar. Þetta get­ur al­veg verið á hinn veg­inn líka vegna þess að þetta er sá hluti fisk­veiðiflot­ans sem bygg­ir lang­mest á hag­stæðum aðstæðum hvað varðar fisk­gengd, strauma, veðurfar og birtu og margt annað sem sjaldn­ar er talað um – eins og þá staðreynd að í ein­menn­ings­sjó­sókn er maður og bát­ur eitt. Veikist maður­inn er bát­ur­inn yf­ir­leitt „veik­ur“. Þetta er ekki eins og hjá stór­út­gerðinni þar sem hægt er að þurrka út alla þessa þætti með því að vera með stór skip. Til þess eru þau smíðuð. Þetta er ekki sam­an­b­urðar­hæft,“ full­yrðir Arth­ur sem var kjör­inn formaður Lands­sam­bands­ins í fyrra. Það er hins veg­ar ekki í fyrsta sinn sem hann gegn­ir embætt­inu. Það gerði hann frá stofn­un sam­bands­ins 1985 allt til árs­ins 2013.

Um­hverf­i­s­vænni veiðarfæri

Formaður Lands­sam­bands­ins seg­ir marg­ar já­kvæðar hliðar á strand­veiðum, þær séu ekki aðeins at­vinnu­skap­andi að sögn hans. „Ég fer ekki ofan af því að það á að hygla notk­un um­hverf­i­s­vænna veiðarfæra og ef ein­hver veiðarfæri geta tal­ist um­hverf­i­s­væn hljóta það að vera hand­færi og lína. Ég er þeirr­ar bjarg­föstu sann­fær­ing­ar að ef fisk­veiðistjórn­un á að vera inn­an ein­hvers heil­brigðs ramma þá er eitt af því að setja inn í slíka lög­gjöf bein­ar íviln­an­ir og hvatn­ingu til að nota slík veiðarfæri. Ég er hand­viss um að á alþjóðavett­vangi verður þetta meira og meira rætt á kom­andi miss­er­um.

Ég tel eðli­legt, í ljósi umræðunn­ar um um­hverf­is­mál og um­gengni við nátt­úr­una, að þau veiðarfæri sem skaða minnst í haf­rým­inu hafi for­gang. Ég sé ekk­ert eðli­legt við það að nota þung botn­veiðarfæri á grunn­sævi þar sem að hægt er að beita veiðarfær­um sem varla snerta botn.“

Botn­laus della

Mikl­ar deil­ur urðu inn­an sam­bands­ins í aðdrag­anda grá­sleppu­veiða, enda skipt­ar skoðanir um kvóta­setn­ingu veiðanna. Meiri­hluti grá­sleppu­leyf­is­hafa skoruðu á ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála að leggja til kvóta­setn­ingu, en frum­varp þess efn­is hef­ur ekki verið af­greitt úr at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is. Þá hef­ur hóp­ur grá­sleppu­sjó­manna viðrað hug­mynd­ir um stofn­un sér­staks fé­lags fyr­ir þá sem stunda þess­ar veiðar.

Spurður hvort ein­hver sátt sé í sjón­máli í þess­um mála­flokki svar­ar Arth­ur: „Ég hef alltaf hvatt smá­báta­sjó­menn til að leggja til hliðar ágrein­ings­mál og vinna sam­an að því sem kem­ur þeim öll­um til góða. Þessi sterka krafa sem kom upp fyr­ir stuttu síðan, á þess­um fé­lags­lega vett­vangi Lands­sam­bands­ins get­ur tekið tíma að ná í gegn.“

„Ég hvet ein­dregið þá, sem eru ósátt­ir við hlut­ina eins og þeir eru, til að vinna að fram­gangi sinna mála inn­an fé­lags­ins. Það er hinn rétti vett­vang­ur. Það hef­ur aldrei sýnt sig að það að rjúka frá fé­lag­inu og stofna sér­fé­lög hafi skilað nokkr­um sköpuðum hlut. Þvert á móti. Ég von­ast til þess að menn andi eðli­lega og starfi af krafti inn­an Lands­sam- bands­ins,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir þó mikla óvissu í kring­um grá­sleppu­veiðarn­ar al­mennt. „Þær eru und­ir miklu meiri gagn­rýni en aðrar veiðar vegna þess hvernig þær fara fram. Þetta eru neta­veiðar á grunn­slóð þar sem kem­ur fyr­ir að sjáv­ar­spen­dýr drukkna í veiðarfær­un­um. Það er þó ekki þannig að þau far­ist í hvert sinn sem þau fest­ast og skýrsla sem Haf­rann­sókna­stofn­un lét frá sér fara í þess­um efn­um er svo botn­laus della að við fátt verður jafnað.“

Ef­ast um kvóta­setn­ingu

Hann seg­ir reynsl­una al­mennt af fyrri kvóta­setn­ing­um gefa fulla ástæðu til að hafa efa­semd­ir þegar slík­ar hug­mynd­ir ber á góma. „Það hafa tvær meg­in­kvóta­setn­ing­ar farið fram frá stofn­un Lands­sam­bands­ins. Fyrst þegar um þúsund bát­um var sturtað inn í kvóta­kerfið árið 1990 og það tók stór­út­gerðina nokkra mánuði að kaupa upp megnið af þeim flota. Í dag er sá floti nán­ast horf­inn, það eru inn­an við 100 smá­bát­ar eft­ir í því kerfi. Svo var það árið 2004 þegar króka­afla­markið var sett á lagg­irn­ar. Þá voru bát­arn­ir u.þ.b. 730 en þeir eru rúm­lega 200 í dag. Það er því eðli­legt að maður ef­ast um ágæti hug­mynda um kvóta­setn­ing­ar á smá­báta­veiðar yf­ir­leitt.

Það er alltaf þannig að stóru aðilarn­ir hafa marg­falt betri aðgang að fjár­magni og því hafa þeir yf­ir­hönd­ina þegar kem­ur að versl­un með veiðiheim­ild­ir. Þetta er ekki bara á Íslandi held­ur alls staðar þar sem svona kerfi hef­ur verið sett upp,“ seg­ir formaður­inn að lok­um.

Viðtalið við Arth­ur var fyrst birt í blaði 200 mílna 5. júní.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: