Sjötti leiðangur tileinkaður talningu humarholna

Reynt er að leggja mat á humarstoifninn í sjötta sinn.
Reynt er að leggja mat á humarstoifninn í sjötta sinn. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Árleg­ur humar­leiðang­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hófst á miðviku­dag í síðustu viku er rann­sókna­skipið Bjarni Sæ­munds­son lét frá bryggju. Leiðang­ur­inn, sem stend­ur enn yfir, er sá sjötti sem er til­einkaður taln­ingu á humar­hol­um í þeim til­gangi að meta ástand stofns­ins.

Þá hafa verið tek­in rann­sókna­tog með mynda­vélasleða á hum­ar­bleiðum allt frá Lóns­djúpi suðaust­an­lands vest­ur í Jök­ul­djúp und­ir Snæ­fells­jökli, en „let­ur­humar­inn dvel­ur oft lengi í auðgrein­an­leg­um hol­um eða holu­kerf­um sem hann gref­ur í mjúk­an leir­inn“, að því er fram kem­ur á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Þar seg­ir að á völd­um svæðum verði sýni tek­in með humar­vörpu til að meta stærðarsam­setn­ingu stofns­ins. „Einnig verður metið magn humarl­irfa út frá átu­sýn­um úr efri lög­um sjáv­ar. Nýliðun humars­ins er frek­ar illa þekkt og er söfn­un humarl­irf­anna liður í að varpa ljósi á þá ferla.“ Leiðangr­in­um lýk­ur lík­lega um helg­ina.

Nýliðun í humarstofn­in­um hef­ur verið held­ur lé­leg und­an­far­in ár og hef­ur verið tekið fyr­ir flest­ar veiðar.

mbl.is