Boða erfiðar ákvarðanir vegna tekjusamdráttar

Búist er við samdrætti í sjávarútvegi í kjölfar þess að …
Búist er við samdrætti í sjávarútvegi í kjölfar þess að Hafrannsóknastofnun kynnti ráðgjöf sína. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi munu þurfa að bregðast við fyr­ir­vara­laus­um tekju­sam­drætti og ákv­arðanir sem taka þarf verða ekki létt­væg­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) vegna ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem birt var í morg­un. Þar kom fram að lagt sé til að á næsta fisk­veiðiári verði heim­ild­ir til þorskveiða skert­ar um 13%.

Þá seg­ir að tíðind­in séu „þung­bær“ en að sam­tök­in „mæl­ast hins veg­ar til þess að ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar verði fylgt“.

Tel­ur SFS „frest­un á nauðsyn­leg­um aðgerðum, til að tryggja sjálf­bærni, væri skamm­góður verm­ir og skaðleg­ur. Vand­an­um yrði þá ýtt inn í framtíð og hætt er við að hann færi fljótt vax­andi. Í stuðningi at­vinnu­grein­ar­inn­ar við hina vís­inda­legu ráðgjöf felst því mik­il­væg áhersla á lang­tíma­hags­muni.“

Til­kynn­ing­in í heild sinni:

Haf­rann­sókna­stofn­un birti í morg­un ráðgjöf fyr­ir kom­andi fisk­veiðiár 2021/​2022. Stóru tíðind­in fel­ast í veru­leg­um sam­drætti í ráðlögðum þorskafla. Í sam­ræmi við afla­reglu er lagt til að há­marks­afli þorsks á næsta fisk­veiðiári verði alls 222.737 tonn, en á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári er hann tæp­lega 257.000 tonn. Sam­drátt­ur­inn á milli fisk­veiðiára er því um 13%, en þess ber að geta að á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári 2020/​2021 var sam­drátt­ur­inn 6% frá fyrra fisk­veiðiári. Eðli máls sam­kvæmt eru tíðind­in þung­bær. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) mæl­ast hins veg­ar til þess að ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar verði fylgt.

Mik­ill ár­ang­ur hef­ur náðst á umliðnum 12 árum í upp­bygg­ingu þorsk­stofns­ins. Veiðar hafa verið stundaðar með sjálf­bær­um hætti og afli tak­markaður á for­send­um varúðarleiðar og vís­inda­legr­ar ráðgjaf­ar. Þrátt fyr­ir að tek­ist hafi að byggja upp sterk­an viðmiðun­ar­stofn, þá leiða stöku slak­ir ár­gang­ar til þess að sveifl­ur verða óhjá­kvæmi­leg­ar. Þá tel­ur Haf­rann­sókna­stofn­un jafn­framt að stærð stofns­ins hafi verið of­met­in á umliðnum árum og við því verði að bregðast.

Öflug­ar og vandaðar haf­rann­sókn­ir eru grunn­for­senda þess að unnt sé að skapa verðmæti úr fisk­veiðiauðlind. SFS hafa um langa hríð lýst áhyggj­um af stöðu haf­rann­sókna hér á landi. Breytt um­hverf­is­skil­yrði í hafi og aukn­ar kröf­ur á mörkuðum hafa síst dregið úr þess­um áhyggj­um. Sú niðurstaða, sem kynnt var í dag, er staðfest­ing þess að slík­ar áhyggj­ur eru rétt­mæt­ar og brýnt er að bæta úr.

Fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi munu þurfa að bregðast við fyr­ir­vara­laus­um tekju­sam­drætti og ákv­arðanir sem taka þarf verða ekki létt­væg­ar. Ljóst má vera að frest­un á nauðsyn­leg­um aðgerðum, til að tryggja sjálf­bærni, væri skamm­góður verm­ir og skaðleg­ur. Vand­an­um yrði þá ýtt inn í framtíð og hætt er við að hann færi fljótt vax­andi. Í stuðningi at­vinnu­grein­ar­inn­ar við hina vís­inda­legu ráðgjöf felst því mik­il­væg áhersla á lang­tíma­hags­muni.

mbl.is