Bennifer 2.0 hefur loksins verið staðfest með kossi þar sem parið, Jennifer Lopez og Ben Affleck, var statt á sushiveitingastaðnum Nobu í Malibu í Kaliforníuríki á sunnudagskvöldið. Ljósmyndari náði þá myndbandi af þeim kyssast og er þetta í fyrsta skipti sem parið sést stinga saman nefjum opinberlega.
Í myndbandinu sést einnig þrettán ára sonur Lopez sem kemur í mynd eftir að þau sjást kyssast. Samkvæmt heimildum var fjölskylda Lopez að fagna afmæli Lyndu Lopez, systur söngkonunnar. Það leikur því enginn vafi á því að þau eru par og aðeins tímaspursmál hvenær parið skráir sig „í sambandi“ á Facebook.
Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá stjörnuparið kyssast.