Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir fund sinn með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag hafa verið bæði jákvæðan og uppbyggilegan.
Leiðtogarnir funduðu í Genf og ræddu um vopnanotkun, refsiaðgerðir ásamt ásökunum Bandaríkjamanna á hendur Rússum hvað varðar netárásir og afskipti af kosningum.
Þó engar stórar ákvarðanir hafi verið teknar var Biden ánægður með yfirbragð fundarins og sagðist hafa afhent Pútín skrá um þá innviði sem aldrei mætti ráðast á, hvorki í net- né raunheimum.