Stefnir í 12 milljarða tekjutap

Kör hífð um borð í Steinunni SF frá Hornafirði.
Kör hífð um borð í Steinunni SF frá Hornafirði. mbl.is/Hari

Flest bend­ir til þess að ráðlagður heild­arafli í þorski verði á næstu árum í lægri kant­in­um. Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar fyr­ir þorsk vegna fisk­veiðiárs­ins 2021/​2022 lækkaði um 13% frá síðustu ráðgjöf en hefði lækkað um 27% ef ekki væri fyr­ir jöfn­un­ar­á­kvæði í afla­reglu.

Ákveði Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, að fylgja ráðgjöf­inni má að öllu öðru óbreyttu reikna með að tap í út­flutn­ings­verðmæt­um vegna þessa kunni að nema um 17 millj­örðum króna miðað við markaðsverð síðasta árs.

Þá er einnig lagt til mun minni veiði í karfa og get­ur það leitt af sér tekjutap sem nem­ur þrem­ur millj­örðum króna. Lagt er til að gefn­ar verði út aukn­ar heim­ild­ir í síld, grá­lúðu og ýsu sem vega á móti tekjutap­inu og gæti nett­ótap þjóðarbús­ins verið um 12 millj­arðar króna.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ólaf­ur H. Marteins­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, út­gerðir þurfa að und­ir­búa viðeig­andi aðgerðir til að mæta tekju­skerðing­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: