Hljóðið þungt í sjómönnum

Sjómenn eru óhressir með karamálin.
Sjómenn eru óhressir með karamálin. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Ekk­ert hef­ur miðað í kjara­deil­um sjó­manna. Þetta seg­ir Guðmund­ur Helgi Þór­ar­ins­son, formaður VM, fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, en samn­ing­ar hafa verið laus­ir í rúmt eitt og hálft ár.

„Það er ekk­ert að ger­ast og okk­ur er boðið að færa pen­ing­inn úr hægri vas­an­um yfir í hinn en við þurf­um ekk­ert að tala við SFS til þess,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að hljóðið í sjó­mönn­um sé þungt. Hann vill ekki segja til um hvort deil­urn­ar verði að verk­falli.

„Það sýndi sig síðast að verk­fallið beit ekki neitt því menn færðu bara kvót­ann til á milli ára,“ seg­ir hann en síðast þegar samn­ing­ar náðust var það eft­ir sjö vikna verk­fall.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: