Gauti nýr framkvæmdastjóri Háafells

Gauti Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Háafells.
Gauti Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Háafells. Ljósmynd/Aðsend

Sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur­inn Gauti Geirs­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Háa­fells ehf. að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu. Háa­fell er dótt­ur­fé­lag Hraðfrysti­húss­ins Gunn­var­ar hf.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að fram und­an sé „mik­il upp­bygg­ing á veg­um Háa­fells en fé­lagið hef­ur stundað fisk­eldi í Ísa­fjarðar­djúpi frá ár­inu 2001. Háa­fell hef­ur leyfi fyr­ir 800 tonna eldi á laxi og regn­bogasil­ungi í seiðaeld­is­stöð sinni á Nauteyri ásamt 7.000 tonna leyfi í sjókví­um í Ísa­fjarðar­djúpi fyr­ir eldi á regn­bogasil­ungi. Nú er eldi á regn­bogasil­ungi á veg­um fé­lags­ins á tveim­ur stöðum í Ísa­fjarðar­djúpi, í Álftaf­irði og und­ir Bæja­hlíð inn­an við Æðey. Aug­lýst hef­ur verið 6.800 tonna lax­eld­is­leyfi Háa­fells í Ísa­fjarðar­djúpi og stefnt er að út­setn­ingu fyrstu laxa­seiða í Ísa­fjarðar­djúp snemma næsta vor.“

Gauti er 28 ára Ísfirðing­ur og er með B.Sc.-próf í sjáv­ar­út­vegs­fræðum frá há­skól­an­um í Tromsø og vinn­ur nú að meist­ara­verk­efni í sömu fræðum sem hann lýk­ur næsta vor. Þá hef­ur hann unnið fyr­ir Háa­fell frá ár­inu 2017 sem verk­efna­stjóri og þekk­ir því vel til rekst­urs og starf­semi Háa­fells.

Gauti er í sam­búð með Elenu Dís Víðis­dótt­ur verk­fræðinema og eiga þau von á sínu fyrsta barni í sum­ar.

„Það er mik­ill feng­ur fyr­ir fé­lagið að tryggja okk­ur starfs­krafta Gauta til þess að tak­ast á við áskor­an­ir í ört vax­andi fyr­ir­tæki. Og ein­stak­lega ánægju­legt að vel menntað fólk fái starf við hæfi í heimbyggð. Hraðfrysti­húsið-Gunn­vör hef­ur verið með starf­semi hér við Djúp í rúm 80 ár og hyggst vera það áfram. Því er mik­il­vægt að tryggja okk­ur gott fólk til starfa að þeim spenn­andi verk­efn­um sem fram und­an eru í fisk­eldi á Íslandi,“ seg­ir Ein­ar Val­ur Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Hraðfrysti­húss­ins Gunn­var­ar.

„Það er heiður að fá að taka þátt í þess­ari upp­bygg­ingu á veg­um Háa­fells. For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa und­an­far­in 20 ár öðlast mikla reynslu af fisk­eldi í Ísa­fjarðar­djúpi og vand­virkni þeirra og sýn hafa heillað mig. Ég hlakka til að tak­ast á við þessa áskor­un með góðum sam­starfs­mönn­um og er þakk­lát­ur fyr­ir það traust sem mér er sýnt,“ seg­ir Gauti.

mbl.is