Gríðarlegur fjöldi starfa í hliðargreinum

Á rannsóknastofu Algalíf í Reykjanesbæ. Störfum í hliðargreinum sjávarútvegsins fjölgar …
Á rannsóknastofu Algalíf í Reykjanesbæ. Störfum í hliðargreinum sjávarútvegsins fjölgar ört og er spáð frekari vexti á komandi árum. Ljósmynd/Algalíf

Árið 2018 voru að minnsta kosti 84 fyr­ir­tæki í hliðar- og stoðgrein­um sjáv­ar­út­vegs. Velta þeirra nam rúm­lega 78 millj­örðum króna og ár­s­verk­in 2.541 sem þýðir að tekj­ur á hvert ár­s­verk voru að meðaltali 31,6 millj­ón­ir króna.

Tölu­vert er fjallað um þess­ar grein­ar í skýrslu um stöðu og horf­ur í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi. Fjór­ir vís­inda­menn rituðu skýrsl­una að beiðni Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. Í skýrsl­unni er vak­in at­hygli á þeirri gjör­breyttu stöðu sem hef­ur átt sér stað á und­an­förn­um árum í þess­um sér­hæfðu grein­um og voru árs­reikn­ing­ar 84 fyr­ir­tækja tekn­ir til grein­ing­ar.

Harðfisk­vinnsla er hugs­an­lega elsta fiskiðngrein hér á landi og hef­ur verið stunduð allt frá land­námi. Fimm fyr­ir­tæki sem vinna harðfisk eru í grein­ingu skýrsl­unn­ar og voru tekj­ur fyr­ir­tækj­anna 1,1 millj­arður árið 2018 sem sam­svar­ar 19 millj­ón­um á hvert þeirra 58 ár­s­verka sem unn­in eru hjá fyr­ir­tækj­un­um, en það er næst­minnsta velta á ár­s­verk í sam­an­b­urði við hinar hliðargrein­arn­ar. Hins veg­ar eru þessi fyr­ir­tæki með hæsta hagnaðar­hlut­fall af tekj­um.

mbl.is

Leiðandi á heimsvísu

Það eru þó fleiri aðferðir nýtt­ar til þurrk­un­ar á sjáv­ar­af­urðum en harðfisk­vinnsla og hef­ur til að mynda hausaþurrk­un verið stunduð inn­an­húss hér á landi frá 1978, fyrst í Hafnar­f­irði. Alls eru sex fyr­ir­tæki sem reka fiskþurrk­un sem eru í grein­ing­unni og er hjá þeim unnið 181 ár­s­verk. Velt­an 2018 nam 5,1 millj­arði króna sem ger­ir tekj­ur á hvert ár­s­verk 28,6 millj­ón­ir.

Niðursuða sem geymsluaðferð hef­ur verið geymsluaðferð mat­væla í rúm 200 ár og barst hingað til lands 1858 er Skot­inn James Ritchie hóf niðursuðu á laxi í Borg­ar­f­irði. Niðursuða er enn stunduð í stór­um stíl og er Ísland meðal ann­ars leiðandi í niðursoðinni þorskalif­ur. Fram­leiðslan á heimsvísu er um 65 millj­ón­ir dósa og eru tvær af hverj­um þrem­ur frá ís­lensk­um fram­leiðend­um eða 45 millj­ón­ir dósa.

Þau fjög­ur fyr­ir­tæki sem eru markaðsráðandi í niðursoðnum hliðar­af­urðum hér á landi seldu vör­ur fyr­ir rétt tæpa þrjá millj­arða árið 2018 og voru ár­s­verk­in 71. Hagnaður­inn af þess­um rekstri er þó tak­markaður.

Íslndingar eru leiðandi í niðursoðinni þorskalifur.
Íslnd­ing­ar eru leiðandi í niðursoðinni þorskalif­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Auka nýt­ingu

Leit­in að leiðum til að auka full­nýt­ingu hrá­efn­is hef­ur verið stöðugt viðfangs­efni í sjáv­ar­út­vegi eða allt frá því að tak­mörk voru sett á veiðar með inn­leiðingu kvóta­kerf­is­ins. Enda er ljóst að þegar ekki er hægt að auka tekj­ur með veiðum er eina færa leiðin að auka þau verðmæti sem fást út úr hverju lönduðu kílói af afla. Fjöldi sprota­fyr­ir­tækja hef­ur orðið til við verk­efni sem tengj­ast full­nýt­ingu.

Í skýrsl­unni er sér­stak­lega horft til fyr­ir­tækja í líf­tækni, líf­efna­fram­leiðslu og lækn­inga­vör­um í þessu sam­hengi en þeim hef­ur fjölgað gíf­ur­lega á und­an­förn­um árum. Þess­um fyr­ir­tækj­um hef­ur tek­ist að skapa verðmæti úr hluta sjáv­ar­af­urðanna sem oft á tíðum var fargað, til að mynda roði og slógi. Alls eru fyr­ir­tæk­in 14 og hafa fjölda starfs­manna en þar eru unn­in um 220 ár­s­verk. Rekstr­ar­tekj­urn­ar nema 9,4 millj­örðum króna og þær næst­hæstu á hvert ár­s­verk.

Hins veg­ar er veru­legt tap meðal þess­ara fyr­ir­tækja og segja skýrslu­höf­und­ar ástæðuna vera að um­rædd „fyr­ir­tæki eru mörg ung og hafa lagt í mikla og kostnaðarsama rann­sókna- og þró­un­ar­vinnu sem er annaðhvort ný­lega far­in að skila ár­angri eða á stutt í að skila já­kvæðri af­komu.“

Hag­stætt um­hverfi

Fyr­ir um ára­tug var Bláa lónið eina fyr­ir­tækið hér á landi sem sinnti rækt­un og vinnslu örþör­unga. Þessi fyr­ir­tæki eru nú sex tals­ins og hafa þau vaxið mjög ört. „Ísland er um margt ákjós­an­legt land til að setja upp starf­semi tengda örþör­ung­um. Næg græn orka er til staðar á ásætt­an­legu verði, bæði til hit­un­ar og fyr­ir raf­magns­lýs­ingu sem er mjög orku­frek,“ seg­ir í skýrsl­unni. En það eru fleiri breyt­ur sem gera Ísland að eft­ir­sótt­um stað fyr­ir fyr­ir­tæki af þess­um toga og vísa skýrslu­höf­un­ar til nátt­úru­legs kolt­víoxíðs sem er nægt. Auk þess er fram­boðið á köldu vatni tölu­vert, en það kem­ur að not­um til að kæla LED-ljósa­kerfi sem nýtt eru til rækt­un­ar.

Árs­verk­in eru 59 í fyr­ir­tækj­un­um sex og námu tekj­ur þeirra 1,7 millj­örðum árið 2018. Þrátt fyr­ir að fyr­ir­tæk­in skiluðu sam­an­lögðu tapi upp á 122 millj­ón­ir króna er talið að það sé ekki merki um veika stöðu, held­ur er um að ræða ung fyr­ir­tæki í örum vexti og rekstr­artap á þess­um tíma­punkti eðli­legt.

Þör­ung­ar skili tæknistörf­um

Aðeins tíu ár­s­verk eru í fín­vinnslu stórþör­unga og er grein­in á byrj­un­arstigi. Fyr­ir­tæk­in eru fjög­ur og tekj­urn­ar litl­ar og tapið tölu­vert. „Grein­in er ung og eru mik­il tæki­færi í vinnslu líf­virkra efna og afurða úr stórþör­ung­um, en fyr­ir­tæk­in hafa ekki enn haft er­indi sem erfiði,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Aðra sögu er að segja af hefðbund­inni vinnslu stórþör­unga, þó aðfjöldi fyr­ir­tækja sé svipaður. Tekj­urn­ar námu 1,9 millj­örðum árið 2018 og voru unn­in 50 ár­s­verk. Tvö fyr­ir­tækj­anna eru tölu­vert stærri en hin og bera ábyrgð á stór­um hluta velt­unn­ar. Þá er bent á að tölu­verður áhugi er á því er­lend­is að auka nýt­ingu á þangi og þara við strend­ur Íslands, sér­stak­lega í Breiðafirði þar sem 50 þúsund tonna upp­skera er leyfð. Fram kem­ur í skýrsl­unni að einnig séu tölu­verð tæki­færi fal­in í rækt­un á þangi og þara.

„Á Íslandi eru mikl­ir mögu­leik­ar í vinnslu á þangi og þara sem mik­il­vægt er að skapa sem mest verðmæti úr. Heppi­legt væri að fara sömu leið og far­in hef­ur verið í vinnslu hliðar­af­urða í hefðbund­inni fisk­vinnslu og vinna þangið frek­ar í verðmæt­ar vör­ur sem skila sér einnig í nýj­um ís­lensk­um hug­verk­um og verðmæt­um tæknistörf­um,“ segja höf­und­ar.

Stoðirn­ar

Tækja- og tækni­grein­in er lík­lega það sem hef­ur verið hvað mest áber­andi er kem­ur að hliðar- og stoðgrein­um sjáv­ar­út­vegs. Há­tæknifyr­ir­tæki eins og Valka, Mar­el og Skag­inn 3X eru vel þekkt og selja lík­lega meira er­lend­is en hér á landi. Fyr­ir­tæk­in eru 20 hér á landi og voru unn­in 1.390 ár­s­verk sem skiluðu fyr­ir­tækj­un­um 38,2 millj­örðum króna árið 2018.

Marel - samvalsróbót
Mar­el - sam­valsró­bót Ljós­mynd/​Mar­el

Vöxt­ur hef­ur verið gíf­ur­leg­ur í fyr­ir­tækj­um sem bjóða ýms­an hug­búnað til úr­vinnslu gagna og annarra tækni­lausna. Helst það lík­lega í hend­ur við aukna tækni­væðingu fisk­vinnslna enda miða báðar grein­ar að því að auka skil­virkni, nýt­ingu og gæði. Sam­an­lagt voru unn­in 229 ár­s­verk hjá þess­um fyr­ir­tækj­um og velt­an tæp­ir fimm millj­arðar.

Ekki verða stundaðar veiðar án veiðarfæra og eru sex ráðandi fyr­ir­tæki hér á landi og nam velt­an rúm­lega fjór­um millj­örðum, en rekst­ur­inn skilaði ekki hagnaði árið 2018. Hafa þarf í huga að tvö fyr­ir­tækj­anna eru sprota­fyr­ir­tæki sem eiga eft­ir að sanna sig. Sam­hliða veiðarfær­um eru umbúðir og fiskikör ómiss­andi hluti af sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi og eru unn­in 169 ár­s­verk hjá fjór­um ráðandi fyr­ir­tækj­um í umbúðalausn­um fyr­ir sjáv­ar­út­veg.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: