Lönduðu 4.685 tonnum í Neskaupstað

Vilhelm Þorsteinsson EA kemur til löndunar í Neskaupstað á miðvikudag. …
Vilhelm Þorsteinsson EA kemur til löndunar í Neskaupstað á miðvikudag. Aflinn var 2.685 tonn af kolmunna sem fékkst í færeysku lögsögunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Er Vil­helm Þor­steins­son EA kom til lönd­un­ar í Nes­kaupstað á miðviku­dag var það í fyrsta sinn sem skipið landaði hér á landi. Kom skipið, sem er nýj­asta skipið í flota Sam­herja, með 2.685 tonn af kol­munna eft­ir að hafa verið að veiðum í fær­eysku lög­sög­unni.

Þá seg­ir í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að skip Sam­herja væri það þriðja á sem land­ar kol­munna í bæn­um á skömm­um tíma og var landað úr Beiti NK og Berki NK á þriðju­dag. Var Beit­ir með 900 tonn en Börk­ur með 700 tonn og var afl­inn úr ís­lensku lög­sög­unni.

Und­ir­búa mak­ríl­vertíð

Síðustu daga hef­ur verið unnið að því að gera upp­sjáv­ar­skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar til­bú­in fyr­ir mak­ríl­vertíðina, að því er fram kem­ur í færslu fyr­ir­tæk­is­ins. Þar seg­ir að Beit­ir og Börk­ur séu til­bún­ir til veiða en Bjarni Ólafs­son AK er í slipp á Ak­ur­eyri og verður til­bú­inn til veiða um þarnæstu helgi. Þá er Pol­ar Amar­oq enn í slipp í Hafnar­f­irði og verður skipið lík­lega ekki til­búið til veiða fyrr en um mánaðamót.

Nokk­ur skip hafa skimað fyr­ir mak­ríl í ís­lensku lög­sög­unni en ekki hef­ur sést til hans enn sem komið er.

mbl.is