Ferðin með Swingersklúbbnum eftirminnilegust

Sandra og Hugleikur Dagsson vinur hennar í Kødbyen í Kaupmannahöfn. …
Sandra og Hugleikur Dagsson vinur hennar í Kødbyen í Kaupmannahöfn. Þau stjórna hlaðvarðinu Vídjó saman. Ljósmynd/Aðsend

Sandra Barilli er fram­leiðandi, tón­list­ar­bran­sa­kell­ing og hlaðvarps­stýra í Vi­djó með Hug­leiki Dags­syni. Hún ætl­ar að bíða með ut­an­lands­ferðir þar til að kór­ónu­veirufar­aldr­in­um lýk­ur. Hún á marg­ar góðar minn­ing­ar frá ferðalög­um sín­um, þar á meðal er ferð til Kaup­manna­hafn­ar með vina­hópi sem ber óvenju­legt nafn. 

Hvernig ertu vön að ferðast?

„Stund­um með vin­um, stund­um með fjöl­skyld­unni og stund­um vegna vinnu. Ég hef bæði keypt mér flug­miða með árs­fyr­ir­vara og dags­fyr­ir­vara, og hvort tveggja er jafn­skemmti­legt.
Eft­ir að ég upp­götvaði að ferðast bara með hand­far­ang­ur þá gerði ég það bara. Núna dreym­ir mig um að sitja í átta tíma í milli­lend­ingu á ein­hverj­um leiðin­leg­um flug­velli í smá­borg í Evr­ópu þar sem ég þekki eng­in nöfn á veit­inga­stöðunum og eina sem er í boði eru sam­lok­ur með lé­legu áleggi í allt of þykku brauði og einu drykk­irn­ir eru ávaxta­djús úr þykkni og vont kaffi ... Í leit að inn­stungu sem er ná­lægt þægi­legu sæti. Þetta er fá­rán­leg til­finn­ing.“

Hvaða staður er fal­leg­asti staður á Íslandi?

„Borg­ar­fjörður eystra og Galt­ar­viti í Kefla­vík.“

Var sum­arið þitt í fyrra á ein­hvern hátt öðru­vísi en önn­ur sum­ur?

„Ég var að vinna hjá Reykja­vík­ur­borg við skipu­lagn­ingu Menn­ing­ar­næt­ur, sem var svo hætt við. Þannig að það var al­gjör­lega ein­stakt. Ann­ars ferðaðist ég aðeins um Snæ­fells­nes og fór á Vest­f­irði, sem er alltaf óskap­lega gam­an.“

Sandra ásamt dætrum vina sinna í verslun í Lissabon.
Sandra ásamt dætr­um vina sinna í versl­un í Lissa­bon. Ljós­mynd/​Aðsend

Áttu þér upp­á­halds­borg í út­lönd­um?

„Reglu­lega klæj­ar mig að kom­ast til London, og helst að ganga um hana í smá rign­ingarúða. Ég bjó þar einu sinni og finnst hún alltaf jafnynd­is­leg, og er alltaf jafn­feg­in að vera kom­in aft­ur heim í Vest­ur­bæ­inn. Svo er Lissa­bon al­veg frá­bær, en mig lang­ar alltaf mest bara að flytja þangað, eða dvelja þar í marga mánuði alla­vega.“

Eft­ir­minni­leg­asta ferðalag sem þú hef­ur farið í?

„Þegar ég fór með Sw­in­gers­klúbbn­um til Kö­ben á opn­un á mynd­list­ar­sýn­ingu vin­ar okk­ar. Sw­in­gers­klúbbur­inn er, ólíkt því sem nafnið kann að gefa til kynna, ein­ung­is vina­hóp­ur.“

Sandra vinnur í tónlistarbransanum. Hér er hún ásamt Reykjavíkurdætrum í …
Sandra vinn­ur í tón­list­ar­brans­an­um. Hér er hún ásamt Reykja­vík­ur­dætr­um í Berlín. Ljós­mynd/​Aðsend

Hef­ur þú ferðast eitt­hvað er­lend­is í Covid eða er kom­in útþrá í þig?

„Ég held ég fari bara út þegar allt vesenið er búið, þar sem ég get trillað gegn­um ör­ygg­is­leit­ina með farmiðann í sím­an­um.“

Hvert dreym­ir þig um að fara?

„Til vin­konu minn­ar í Los Ang­eles sem er að fara að byggja sund­laug í garðinum sín­um. Ég held að sund­laug­in verði ris­in um leið og síðasti Covid-hóst­inn glym­ur.“

mbl.is