Champ, hundur Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, er dauður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarísku forsetahjónunum.
„Fjölskyldan okkar missti ástkæran vin í dag. Ég mun sakna hans,“ segir Joe Biden á Twitter-síðu sinni.
Forsetahundurinn var þrettán ára gamall þýskur fjárhundur. Biden keypti hundinn eftir að hann varð varaforseti Bandaríkjanna árið 2008, í forsetatíð Baracks Obama.
Forsetahjónin eiga þó annan hund sem heitir Major og er þriggja ára. Hann er einnig þýskur fjárhundur eins og Champ.
Our family lost our loving companion Champ today. I will miss him. pic.twitter.com/sePqXBIAsE
— President Biden (@POTUS) June 19, 2021