Þórdís leiðir eftir fyrstu tölur

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, leiðir próf­kjör Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Fyrstu töl­ur voru kynnt­ar á face­booksíðu flokks­ins núna klukk­an 21. 

Í öðru sæti er Teit­ur Björn Ein­ars­son, fyrr­ver­andi þingmaður flokks­ins, og í þriðja sæti er Har­ald­ur Bene­dikts­son, odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu. Hann sótt­ist eft­ir 1. sæti á lista flokks­ins eins og Þór­dís Kol­brún. 

Tal­in hafa verið 798 at­kvæði, úr flest­um en ekki öll­um kjör­deild­um, en greidd at­kvæði voru alls um 2.200 tals­ins.

At­kvæðin skipt­ast þannig:

  1. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, 532 at­kvæði í fyrsta sæti.
  2. Teit­ur Björn Ein­ars­son, 359 at­kvæði í 1.-2. sæti.
  3. Har­ald­ur Bene­dikts­son, 389 at­kvæði í 1.-3. sæti. 
  4. Sig­ríður Elín Sig­urðardótt­ir, 306 at­kvæði í 1.-4. sæti.

Sam­kvæmt at­kvæðaskipt­ingu þess­ara fyrstu talna, sem sjá má á vef Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur Þór­dís Kol­brún hlotið 532 at­kvæði í fyrsta sæti gegn 225 at­kvæðum Har­ald­ar í sama sæti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina