Góð þátttaka í prófkjöri Framsóknar

Sigurður Ingi Jóhannsson býður sig fram í 1. sæti listans.
Sigurður Ingi Jóhannsson býður sig fram í 1. sæti listans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Góð þátt­taka var í próf­kjöri Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi sem fór fram í gær. Alls greiddu rúm­lega 1.100 ein­stak­ling­ar at­kvæði og læt­ur því nærri að kjör­sókn sé 35%.

Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Sunn­lenska.

Taln­ing hófst klukk­an níu í morg­un og verða úr­slit kynnt klukk­an 17 síðdeg­is á Hót­el Sel­fossi.

Tveir sitjandi þingmenn gefa kost á sér í prófkjörinu.
Tveir sitj­andi þing­menn gefa kost á sér í próf­kjör­inu. Mynd/​Fram­sókn

Í fram­boði eru:

  • Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, Hruna­manna­hreppi – sæk­ist eft­ir 1. sæti
  • Jó­hann Friðrik Friðriks­son, Reykja­nes­bæ – sæk­ist eft­ir 2. sæti
  • Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Reykja­nes­bæ – sæk­ist eft­ir 2. sæti
  • Daði Geir Samú­els­son, Hruna­manna­hreppi – sæk­ist eft­ir 2.- 4. sæti
  • Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, Árborg – sæk­ist eft­ir 3. sæti
  • Hall­dóra Fríða Þor­valds­dótt­ir, Reykja­nes­bæ – sæk­ist eft­ir 3.- 4. sæti
  • Njáll Ragn­ars­son, Vest­manna­eyj­um – sæk­ist eft­ir 3.- 4. sæti
  • Ragn­hild­ur Hrund Jóns­dótt­ir, Vík í Mýr­dal – sæk­ist eft­ir 3.- 5. sæti
mbl.is