Þórdís sigraði, Haraldur í 2. sæti

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Kristinn Magnússon

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sigraði í próf­kjöri flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Har­ald­ur Bene­dikts­son, odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu, varð í öðru sæti. Þetta kem­ur fram í loka­töl­um sem lesn­ar voru upp fyr­ir skömmu. 

At­kvæði í próf­kjör­inu greiddu 2.289 og gild at­kvæði voru 2.232. Þau skipt­ust þannig: 

1. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, 1.347 at­kvæði í fyrsta sæti.
2. Har­ald­ur Bene­dikts­son, 1.061 at­kvæði í 1.-2. sæti.
3. Teit­ur Björn Ein­ars­son, 1.190 at­kvæði í 1.-3. sæti.
4. Sig­ríður Elín Sig­urðardótt­ir, 879 at­kvæði í 1.-4. sæti.

Þór­dís hlaut 60% at­kvæða í 1. sæti en Har­ald­ur 35%. Bæði sótt­ust eft­ir 1. sæt­inu. Af heild­ar­at­kvæðum fékk Þór­dís 85%, Teit­ur Björn, sem hafnaði í 3. sæti, fékk 62% og Har­ald­ur fékk 61%. 

Í fyrstu töl­um í kvöld var Teit­ur Björn í 2. sæti en Har­ald­ur í því 3. Þetta sner­ist við í öðrum töl­um og í loka­töl­um var Har­ald­ur enn í 2. sæti og munaði þá tölu­verðu á hon­um og Teiti Birni. Har­ald­ur endaði með 1.061 at­kvæði í 2. sæti en Teit­ur Björn fékk 849 at­kvæði. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er með tvo þing­menn í Norðvest­ur­kjör­dæmi. 

mbl.is