Silja Dögg hafnar þriðja sætinu

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi

Niður­stöður úr próf­kjöri Fram­sókn­ar­flokks­ins úr Suður­kjör­dæmi liggja nú fyr­ir. Sig­urður Ingi hlaut yf­ir­burðakosn­ingu í fyrsta sæti en Jó­hann Friðrik Friðriks­son endaði í öðru sæti fyr­ir ofan Silju Dögg Gunn­ars­dótt­ur þing­mann.

Silja skipaði annað sæti í kjör­dæm­inu í síðustu kosn­ing­um og til­kynnti á fund­in­um að hún myndi ekki þiggja þriðja sætið.

Alls greiddu 1.165 manns at­kvæði og kjör­sókn­in 37,5%. Sig­urður Ingi fékk 95,7% greiddra at­kvæða.

Hér má sjá úr­slit­in í heild sinni:

    1. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, Hruna­manna­hreppi 975 at­kvæði í 1. sæti
    2. Jó­hann Friðrik Friðriks­son, Reykja­nes­bæ 552 at­kvæði í 1. - 2. sæti
    3. Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Reykja­nes­bæ 589 at­kvæði í 1. – 3. sæti
    4. Hall­dóra Fríða Þor­valds­dótt­ir, Reykja­nes­bæ 616 at­kvæði í 1. – 4. sæti
    5. Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, Árborg 773 at­kvæði í 1. – 5. sæti

List­inn verður lagður fyr­ir auka kjör­dæm­isþing í Kefla­vík 26. júní þar sem hann verður bor­inn upp til samþykkt­ar.

mbl.is