„Við erum í upphafinu á tæknibyltingu“

Miklar breytingar hafa verið gerðar á vinnslulínu Skinney-Þinganess og stendur …
Miklar breytingar hafa verið gerðar á vinnslulínu Skinney-Þinganess og stendur til að gera fleiri þar sem uppsetning á róbótum frá Marel hefst í haust. Ljósmynd/Skinney-Þinganes

Á und­an­förn­um árum hef­ur Skinn­ey-Þinga­nes, í sam­starfi við Mar­el, fjár­fest tölu­vert í tækni­væðingu fisk­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á Kross­ey í Hornafirði og er um að ræða bæði tæki og hug­búnað. Nú síðast í apríl á þessu ári var gengið frá samn­ing­um við Mar­el um kaup á ró­bót­um sem sjá um pökk­un, sam­val og kassa­frá­töku og beina­leit­un­ar­vél. Upp­setn­ing tækj­anna mun fara fram í haust.

„Við erum í upp­haf­inu á tækni­bylt­ingu og menn eru að átta sig á því, með það í huga að við erum á þrösk­uldi fjórðu iðnbylt­ing­ar­inn­ar og sjálf­virkni­væðing­ar­inn­ar, að við þurf­um að end­ur­hugsa bol­fisk­vinnlu og svona fjár­fest­ing­ar eru til þess falln­ar að hefja þá veg­ferð,“ seg­ir Guðmund­ur H. Gunn­ars­son, ný­sköp­un­ar­stjóri hjá Skinn­ey-Þinga­nesi.

Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri hjá Skinney-Þinganes.
Guðmund­ur H. Gunn­ars­son, ný­sköp­un­ar­stjóri hjá Skinn­ey-Þinga­nes. Ljós­mynd/​Aðsend

Hann seg­ir að með fjár­fest­ing­um í nýj­um vinnslu­búnaði í sam­starfi við Mar­el und­an­far­in ár sé verið að sækj­ast eft­ir því að auka af­köst. „Þannig að hægt sé að vinna meira magn á hag­kvæm­ari hátt og hin breyt­an í þessu er að það er verið að auka sér­hæfni, að það sé hægt að vinna á skil­virk­an hátt fjöl­breytt­ari vör­ur. Hug­mynda­fræðin er ekki ein­ung­is að auka magn held­ur einnig að auka verðmæt­in á hvert kíló, því eins og við vit­um er auðlind­in tak­mörkuð.“

Um­fangs­mik­il fjár­fest­ing

Fjár­fest­ing í há­tækni­búnaði skipt­ir hundruðum millj­óna króna og seg­ir Guðmund­ur um að ræða lang­tíma­fjár­fest­ing­ar sem ná í gegn um alla virðiskeðjuna. „Það má í raun og veru segja að fyrsta skrefið okk­ar hafi verið end­ur­skipu­lagn­ing og síðan auk­in sjálf­virkni­væðing um borð í veiðiskip­un­um okk­ar. Til að fara í svona stefnu­mót­andi breyt­ingu eins og þessa, að fara að vinna bol­fisk í betri afurðir, þarf að byrja fremst í keðjunni.“

Í júlí 2018 festi Skinn­ey-Þinga­nes kaup á Flex­icut-kerfi; Flex­itim-snyrtilínu, Flex­icut-vatns­skurðar­vél og Flex­isort-flokk­ara og svo var annað slíkt kerfi keypt í fyrra. Nú í apríl fóru fram kaup á ró­bóta-pökk­un­ar­lausn sem fel­ur í sér SensorX-beina­leit, þriggja hausa sam­valsró­bót með sjálf­virkri kassa­frá­töku og fer upp­setn­ing fram í sept­em­ber. Þá hef­ur Innova-hug­búnaður verið inn­leidd­ur sem teng­ir öll kerfi miðlægt og veit­ir stjórn­end­um heild­ar­y­f­ir­sýn yfir og stjórn á vinnsl­unni.

Samvalsróbót er eitt af þeim tækjum sem sett verða upp …
Sam­valsró­bót er eitt af þeim tækj­um sem sett verða upp hjá út­gerðinni. Ljós­mynd/​Mar­el

„Þessi tækni kom fyrst í landi og opnaði ein­hvern glugga, en vegna þess að við vor­um ekki al­veg fyrst­ir þar gafst okk­ur tæki­færi til að líta heild­stætt á virðiskeðjuna. Fyrsta fjár­fest­ing­in okk­ar var breyt­ing og stækk­un tog­skip­anna okk­ar og þar hefj­um við vinnsl­una. Þar er mynd­grein­ing­ar­búnaður og sjálf­virk flokk­un á fiski þannig að vinnslu­tæk­in í landi geta gert sem mest úr hrá­efn­inu. Við erum að tala um stór­ar fjar­fest­ing­ar í gegn­um alla virðiskeðjuna.“

Hann seg­ir að í bol­fisk­vinnslu sé Skinn­ey-Þinga­nes að stíga inn í aðra öld. „Það má segja að hugs­un­in sé að snúa frá því að vera frum­fram­leiðandi á hrá­efni sem dreift er um heim­inn yfir í að verða fram­leiðandi á vör­um sem eru til­bún­ar fyr­ir neyt­enda­markaðinn.“

Opn­ar á ný sókn­ar­færi

Það er hins veg­ar ekki lítið mál að hefja þann fer­il að breyta allri aðferðafræðinni, að sögn Guðmund­ar sem seg­ir hafa verið mik­il­vægt að geta átt gott sam­starf við Mar­el um verk­efn­in og áfram­hald­andi þróun á búnaði. „Að hefja þessa veg­ferð hef­ur í raun opnað á enda­laust ný sókn­ar­færi og til að þetta tak­ist er lyk­il­atriði að not­end­ur þessa búnaðar frá Mar­el séu í þéttu sam­starfi við Mar­el um þró­un­ina og hvernig megi gera enn bet­ur.“

Spurður hvort það sé áskor­un fyr­ir starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins að mæta tækni­vædd­ara vinnu­um­hverfi svar­ar Guðmund­ur: „Áhersl­ur breyt­ast og störf­in, sem er já­kvætt. Fólk í sjáv­ar­út­vegi er mjög til­búið að mennta sig og afla sér þekk­ing­ar. Störf­um fækk­ar ekki endi­lega í sjáv­ar­út­vegi en þau verða sér­hæfðari.“ Þá fylgi breyt­ing­um á vinnslu­lín­um tölu­verðar um­bæt­ur í vinnu­um­hverf­inu, að sögn Guðmund­ar. „Það er mark­visst hugað að betri lýs­ingu, betri hljóðvist og betri vinnuaðstæðum. Það stytt­ist í að hægt verði að hengja upp mál­verk í vinnslu­saln­um og labba inn á inni­skón­um.“

Hugsa út fyr­ir ramm­ann

„Sjálf­virk­ar ró­bóta­lausn­ir eru til­tölu­lega ný­komn­ar á markað og rosa­lega flott að sjá loks­ins ró­bóta­lausn­irn­ar í hvít­fiskn­um. Þetta breyt­ir teg­und starfa við fisk­vinnslu, spar­ar tölu­vert af vinnu­tíma og skil­ar svo mik­illi ná­kvæmni,“ seg­ir Guðbjörg Heiða Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fiskiðnaðar hjá Mar­el. Hún bend­ir sér­stak­lega á mik­il­vægi öfl­ugs sam­vals­kerf­is, en það eru ró­bót­ar sem velja hvaða bit­ar af unn­um fiski á færi­band­inu fara í hvaða kassa eft­ir vigt, stærð og um­máli. Þannig sé hægt að stýra bæði hver þyngd­in er í hverj­um kassa og hvaða teg­und­ir og stærðir af bit­um eru vald­ir sam­an. „Þannig er maður með færri frá­vik og aukna mögu­leika til að fram­leiða fjöl­breytt­ar vör­ur sem öll­um er pakkað á sama tíma og staðlaðan máta í gegn­um ró­bót­ana,“ út­skýr­ir Guðbjörg Heiða.

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel.
Guðbjörg Heiða Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fiskiðnaðar hjá Mar­el. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hún seg­ir sam­starfið við Skinn­ey-Þinga­nes hafa gengið mjög vel. „Það er nátt­úr­lega eng­in enda­stöð þegar maður er í ný­sköp­un. Við hverja lausn sem búin er til opn­ast alltaf nýj­ar dyr í leiðinni og þetta sam­starf mun halda áfram. Ég tel að þegar Skinn­ey-Þinga­nes er komið inn með ró­bóta­kerfið og beina­leit­un­ar­vél­ar auk vatns­skurðvél­anna [sem eru þegar komn­ar upp] sé þetta orðið verk­smiðja í fremstu röð þótt víða væri leitað. [...] Þetta er svaka­lega flott vinnsla sem þeir hafa byggt upp á und­an­förn­um árum.“

Heima­markaður­inn enn mik­il­væg­ur

Spurð hvert næsta skref kunni að vera í sam­starf­inu svar­ar Guðbjörg Heiða: „Þá er spurn­ing hvernig við vinn­um sam­an áfram og ég sé fyr­ir mér að það yrði gam­an að ræða frek­ar þætti sem varða vinnslu­stýr­ing­una og sta­f­ræna þróun þar. Það er rosa­lega mik­il þróun hjá Mar­el í sta­f­ræn­um lausn­um og lausn­um sem svara sí­auk­inni kröfu um sjálf­bærni við mat­væla­vinnslu. Svo eru alls kon­ar tæki á vöruþró­un­ar­leiðar­vís­in­um okk­ar. Miðað við hvernig sam­starfið hef­ur verið hingað til sé ég fyr­ir mér að það haldi áfram að vera sterkt, því báðir aðilar eru með sterka framtíðar­sýn og þora að hugsa út fyr­ir ramm­ann.“

Mar­el er orðið stórt fyr­ir­tæki í mat­vælaiðnaði alþjóðlega, en Guðbjörg Heiða seg­ir það ekki draga úr mik­il­vægi markaðar­ins á Íslandi. „Þetta er okk­ar heima­markaður. Ég lít svo á að ef þú ert ekki í góðu sam­bandi við heima­markaðinn, hvernig ætl­arðu þá að spila góðan leik út á við? Íslensku sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in eru gríðarlega mik­il­væg og þau eru fram­sæk­in. Þau vilja fjár­festa, þau vilja bjóða yf­ir­burðagæði á er­lend­um vett­vangi enda að selja mest úr landi.“

Þá sé sér­stak­lega mik­il­vægt fyr­ir Mar­el að eiga viðskipta­vini inn­an fiskiðnaðar sem eru hér á landi þar sem það skapi góðan grund­völl fyr­ir sam­eig­in­legt vöruþró­un­ar­sam­starf sem er báðum aðilum í hag.

Guðbjörg Heiða seg­ir ís­lensku fyr­ir­tæk­in mót­tæki­leg fyr­ir vöruþró­un­ar­sam­starfi og mjög opin fyr­ir nýj­ung­um. „Það er mín til­finn­ing. Eins og í hvít­fiskn­um eru þau mjög opin. Þau vilja auka vöru­fram­boð sitt, vilja bjóða upp á vör­ur í rétt­um gæðum og vera leiðandi í sjálf­bærni.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: