Óvissuferðin tókst vel

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjáldstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjáldstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum mjög stolt af því að hafa náð að fram­kvæma próf­kjör í öll­um kjör­dæm­um þannig að yfir tutt­ugu þúsund manns hafa tekið þátt,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra í sam­tali við mbl.is. 

Fram kem­ur á Face­book-síðu flokks­ins að sam­an­lögð kjör­sókn í próf­kjör­um Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi verið 20.771 at­kvæði. Jafn­gild­ir það 10,3% allra þeirra sem tóku þátt í alþing­is­kosn­ing­um árið 2017. 

„Í öll­um aðal­atriðum hef­ur þetta tek­ist vel og ég finn fyr­ir mik­illi spennu að kom­ast út í bar­átt­una,“ seg­ir Bjarni. 

Spurður út í áber­andi ár­ang­ur kvenna í próf­kjör­um Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir Bjarni það hafa auk­ist að fólk horfi til fjöl­breytni.

„Að fram­kvæma próf­kjör er ákveðin óvissu­ferð. Maður hef­ur orðið var við það að þátt­tak­end­ur í próf­kjör­un­um virðist í aukn­um mæli horfa til þess við sam­setn­ingu á list­um að það sé fjöl­breytni á list­un­um, þar með talið kynja­jafn­vægi. Mér sýn­ist að þær áhersl­ur hafi náð í gegn hjá okk­ur,“ seg­ir Bjarni.

mbl.is