Biðst afsökunar fyrir hönd Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson.
Þorsteinn Már Baldvinsson. mbl.is/Gunnlaugur

Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja hef­ur beðist af­sök­un­ar fyr­ir hönd fyr­ir­tæk­is­ins á hátt­semi þess í Namib­íu. Af­sök­un­ar­beiðnin birt­ist í aug­lýs­ingu Sam­herja í Morg­un­blaðinu í dag. 

„Það er ein­dreg­in afstaða mín og Sam­herja að eng­in refsi­verð brot hafi verið fram­in í Namib­íu af hálfu fyr­ir­tækja á okk­ar veg­um eða starfs­manna þeirra ef und­an er skil­in sú hátt­semi sem fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hef­ur bein­lín­is játað og viður­kennt. Engu að síður ber ég sem æðsti stjórn­andi Sam­herja ábyrgð á því að hafa látið þau vinnu­brögð, sem þar voru viðhöfð, viðgang­ast. Hef­ur það valdið upp­námi hjá starfs­fólki okk­ar, vin­um, fjöl­skyld­um, sam­starfsaðilum, viðskipta­vin­um og víðar í sam­fé­lag­inu. Mér þykir mjög leitt að svo hafi farið og bið ég alla þá sem hlut eiga að máli, ein­læg­lega af­sök­un­ar á mis­tök­um okk­ar, bæði per­sónu­lega og fyr­ir hönd fé­lags­ins. Nú reyn­ir á að tryggja að ekk­ert þessu líkt end­ur­taki sig, við mun­um sann­ar­lega kapp­kosta að svo verði,“ seg­ir Þor­steinn Már í frek­ari yf­ir­lýs­ingu á vefsíðu Sam­herja. 

Í yf­ir­lýs­ing­unni er jafn­framt farið yfir niður­stöður lög­manns­stof­unn­ar Wik­borg Rein vegna máls­ins. 

Helstu álita­efn­in í skýrslu Wik­borg Rein varða sam­skipti um veiðirétt­indi sem aflað var með samn­ing­um við namib­íska rík­is­fyr­ir­tækið Fischor og við fé­lagið Nam­gom­ar Nami­bia sem réð yfir afla­heim­ild­um á grund­velli tví­hliða samn­inga stjórn­valda í Namib­íu og Angóla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina