Börkur með fyrstu tonnin af makríl

Leifur Þormóðsson, stýrimaður á Berki, segir segir makrílveiðarnar enn sem …
Leifur Þormóðsson, stýrimaður á Berki, segir segir makrílveiðarnar enn sem komið er kropp. Ljósmynd/Kristín Hávarðsdóttir

„Það eru kom­in um borð um 160 tonn og mak­ríll­inn er stór og fal­leg­ur,“ er haft eft­ir Leifi Þormóðssyni, stýri­mann á Berki, í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Þykja þetta nokkuð góð tíðindi þar sem lítið hef­ur sést til mak­ríls­ins farm að þessu. Hins veg­ar er ekki um mik­inn fisk að ræða og seg­ir Leif­ur um „ör­lítið kropp“ að ræða.

„Í fyrsta hol­inu okk­ar var ör­lít­il síld en þetta hef­ur mest­megn­is verið hreinn mak­ríll. Skip­in þrjú hafa verið að hífa um 40 tonn þannig að þetta er mjög ró­legt, en þetta er bara byrj­un­in og á von­andi eft­ir að batna fljót­lega,“ seg­ir Leif­ur.

Dæla í eitt skip

Í færsl­unni seg­ir að Beit­ir NK, Börk­ur NK, Bjarni Ólafs­son AK og Vil­helm Þor­steins­son EA munu stunda mak­ríl­veiðarn­ar í sam­starfi eins og gert var í fyrra en í því felst að að afla skip­anna er hverju sinni dælt um borð í eitt skip sem flyt­ur hann að landi og skipt­ast skip­in á um að taka afl­ann um borð.

„Þetta fyr­ir­komu­lag hef­ur um­tals­verða kosti og má til dæm­is nefna að minni frá­taf­ir verða frá veiðum, þar sem hvert skip þarf síður að sigla lang­an veg með afl­ann. Þá stuðlar þetta fyr­ir­komu­lag að því að afl­inn komi ávallt sem fersk­ast­ur til vinnslu. Einkum er gert ráð fyr­ir að sam­starf skip­anna verði við lýði á meðan veiði er treg en vart er ástæða til slíks sam­starfs í mik­illi veiði,“ seg­ir í færsl­unni.

Beit­ir, Börk­ur og Vil­helm Þor­steins­son eru þegar á miðunum en Bjarni Ólafs­son er í slipp og mun hefja veiðar síðar. Í morg­un voru skip­in að veiðum í Rósag­arðinum.

mbl.is