Ekkert sést til makrílsins

Áhöfnin á Venusi hefur ekkert orðið var við makríl enn …
Áhöfnin á Venusi hefur ekkert orðið var við makríl enn sem komið er. mbl.is/Börkur Kjartansson

Fátt var að frétta af mak­ríl­leit­inni er blaðamaður ræddi við Berg Ein­ars­son, skip­stjóra á upp­sjáv­ar­skip­inu Ven­usi NS-150, síðdeg­is í gær. Þá var Ven­us ásamt Vík­ingi AK-100 mætt­ur á miðin suður af land­inu við Kötlu­hryggi í leit að mak­ríl, en bæði skip­in eru gerð út af Brimi. „Það eru nokkuð mörg skip kom­in út og eru dreifð að leita. Það hef­ur eng­inn híft neitt,“ sagði Berg­ur.

„Það er verið að leita og at­huga hvort við finn­um eitt­hvað. Þetta er fyrsti dag­ur­inn sem við erum að leita núna, en erum bún­ir að fara tvisvar áður í stutta leit. Sjór­inn er nú eitt­hvað að hlýna en hann er bú­inn að vera mjög kald­ur hérna sunn­an við landið,“ út­skýr­ir skip­stjór­inn sem seg­ir fáar vís­bend­ing­ar um að mak­ríll fari að sjást.

Ekk­ert sum­ar í sjón­um

„En þetta hef­ur aðeins hlýnað og þá er von. Þótt hann [mak­ríll­inn] hafi verið eitt­hvað fyrr á ferðinni í fyrra er ekk­ert víst að hann verði það núna, enda sjór­inn tals­vert kald­ari í ár. Það er ekk­ert sum­ar komið í sjón­um. Þetta er bara eins og með landið, það vant­ar bara sum­arið,“ seg­ir Berg­ur að lok­um.

Beit­ir NK og Börk­ur NK, skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar, héldu ásamt upp­sjáv­ar­skipi Sam­herja, Vil­helm Þor­steins­syni EA, til leit­ar aust­ur af land­inu aðfaranótt miðviku­dags. Hóf Beit­ir leit við Litla­dýpi, Börk­ur við Beru­fjarðar­háls­horn og Vil­helm á Pap­grunni. Sagði Tóm­as Kára­son, skip­stjóri á Beiti, í gær að mak­ríll­inn væri lík­lega tals­vert sunn­ar og vakti at­hygli á að fær­eysku upp­sjáv­ar­skip­in séu á mak­ríl­veiðum norður af Fær­eyj­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: