Hagræðing næst með samruna

Reyðarfjörður. Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi eru með sjókvíaeldi víða …
Reyðarfjörður. Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi eru með sjókvíaeldi víða á Austfjörðum og seiðastöðvar í Ölfusi og Kelduhverfi og er fyrrnefnda fyrirtækið einnig að byggja upp stórseiðastöð á Kópaskeri. Jjósmynd/Laxar fiskeldi

Samruni eða nán­ari sam­vinna aust­firsku fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­anna Fisk­eld­is Aust­fjarða og Laxa fisk­eld­is mun vænt­an­lega leiða til að rekstr­ar­kostnaður minnk­ar með meiri stærðar­hag­kvæmni. Þá er talið að öfl­ugra fyr­ir­tæki fái sókn­ar­færi, meðal ann­ars í markaðsmá­l­um.

Ice Fish Farm AS, norskt fé­lag sem held­ur á öll­um hluta­bréf­um í Fisk­eldi Aust­fjarða og er skráð á Euronext-hluta­bréfa­markaðinn í kaup­höll­inni í Ósló, til­kynnti í gær­morg­un að ákveðið hefði verið að hefja viðræður við Laxa fisk­eldi ehf. um framtíðarfyr­ir­komu­lag rekst­urs­ins. Snú­ast viðræðurn­ar vænt­an­lega um samruna eða nán­ari sam­vinnu fyr­ir­tækj­anna tveggja.

Koma þess­ar viðræður ekki á óvart, hafa raun­ar legið í loft­inu frá því í nóv­em­ber. Þá keypti norska fisk­eld­is­fyr­ir­tækið Måsøval Eiendom AS, sem átti fyr­ir meiri­hlut­ann í Löx­um fisk­eldi, meiri­hluta hluta­bréfa í Ice Fish Farm. Måsøval er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem raun­ar er nú að opna sig með skrán­ingu á hluta­bréfa­markað og útboði á nýju hluta­fé. Það á nú um 55% í báðum ís­lensku fyr­ir­tækj­un­um.

Eft­ir að til­kynnt var um kaup­in á Ice Fish Farm sagði Lars Måsøval, stjórn­ar­formaður norska fyr­ir­tæk­is­ins við blaðamann Morg­un­blaðsins, spurður um lík­ur á samruna fyr­ir­tækj­anna á Íslandi, að allt væri óráðið í því efni þar sem kaup­in væru háð samþykki norskra og ís­lenskra sam­keppn­is­yf­ir­valda. Þyrfti að bíða eft­ir niður­stöðum þeirra áður en nokkuð yrði ákveðið um fram­haldið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morgnu­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: