Óörugg með brjóstin og ætlaði í aðgerð

Cara Delevingne.
Cara Delevingne. AFP

Fyrirsætan Cara Delevingne viðurkenndi í nýjum hlaðvarpsþætti að hana langaði í brjóstaaðgerð þegar hún var yngri. Ástæðan var að brjóst hennar eru ekki jafnstór og var hún mjög meðvituð um það. Hún segir marga fara í fegrunaraðgerðir vegna óöryggis. 

„Mig langar í brjóstaaðgerð, brjóstin mín eru ekki jafnstór,“ sagðist Delevingne hafa hugsað með sér að því er fram kemur á vef Daily Mail. Fyrirsætan segist aldrei hafa verið jafnörugg með sig og í dag en hún er hætt að hafa áhyggjur af brjóstastærðinni. Hún áttaði sig nefnilega á því að það væri ekki hægt að mæta útlitskröfum nútímans á náttúrulegan hátt.  

Fyrirsætan er þó ekki búin að útiloka fegrunaraðgerðir í framtíðinni og viðurkenndi að hafa látið laga í sér tennurnar. „Ég get ekki beðið eftir því að láta gera eitthvað,“ sagði Delevingne. Hún sagði fyrirsætur nútímans hafa gengist undir fegrunaraðgerðir en það sorglega væri að það mætti ekki tala um það.

Fyrirsætan Cara Delevigne.
Fyrirsætan Cara Delevigne. mbl.is/AFP
mbl.is