„Alltaf stutt í grínið“

Það er dugnaður og gott skap sem einkennt hefur túrana …
Það er dugnaður og gott skap sem einkennt hefur túrana á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255, sem Þorbjörn hf. gerir út. Þetta segir skipstjórinn Valur Pétursson. Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Það er dugnaður og gott skap sem einkennt hefur túrana á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255, sem Þorbjörn hf. gerir út. Þetta segir skipstjórinn Valur Pétursson.

Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni er dugleg að taka myndir og fékk blaðamaður leyfi til að birta nokkrar til að veita innsýn í lífið um borð.

Er þetta skipstjórinn um borð? spyr blaðamaður. „Já svo er sagt,“ svarar Valur.

Spurður hvernig hann myndi lýsa mannskapnum, svarar hann: „Áhöfnin er góð, hörkuduglegir og öflugir strákar sem sjá til þess að það vantar yfirleitt meira í vinnsluna. Það er ekkert sjálfgefið að þegar það eru 26 karlar saman í mánuð á sjó að allt gangi upp en það gerir það nú samt. Mórallinn er góður og menn eru yfirleitt nokkuð léttir. Menn fara í ræktina, grípa í pílu eða fara í golfhermi á frívaktinni eða þegar rólegt er og það er alltaf stutt í grínið.“

Það duga engin vettlingatök um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni.
Það duga engin vettlingatök um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni. Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson
Það er alltaf nóg að gera.
Það er alltaf nóg að gera. Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Ekki verður hjá því komist að minnast á að síðastliðið rúmt ár hefur verið einkennilegt fyrir þjóðfélagið allt, en Valur segir fátt hafa breyst þrátt fyrir faraldur. „Það eina sem hefur breyst varðandi Covid er að við förum í skimun fyrir hverja brottför, mætum svo um borð og göngum frá kosti og veiðarfærum og gerum skipið klárt fyrir brottför.

Við fórum í fyrra inn til Eyja vegna gruns um Covid en sem betur fer var ekki smit heldur slæm innflúensa sem herjaði á okkur. Faraldurinn hefur því ekki haft mikil áhrif og ekkert umfram aðra hópa, menn fara eftir þeim reglum sem gilda þegar þeir eru í fríi og enginn hefur fengið Covid.“

Hann segir að veiðilega séð hafi síðastliðið ár gengið ágætlega. „Ýsa og karfi alls staðar en þorskurinn látið hafa fyrir sér oft og tíðum,“ útskýrir Valur og bætir við að ufsinn sé líka vandfundinn.

Upp komu veikindi hjá skipverja í byrjun apríl og mætti …
Upp komu veikindi hjá skipverja í byrjun apríl og mætti Landhelgisgæslans á „sjúkrabíl sjómanna“. Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson
Stund milli stríða. Ekki veitir af því að taka nokkrar …
Stund milli stríða. Ekki veitir af því að taka nokkrar mínútur í búningsklefanum.
Hrafn Sveinbjarnarson GK.
Hrafn Sveinbjarnarson GK. Ljósmyd/Eyjólfur Vilbergsson
Það fiskast ekki mikið ef veiðarfærin eru ekki í lagi …
Það fiskast ekki mikið ef veiðarfærin eru ekki í lagi og verður að huga vel að öllum búnaði um borð. Eins og ávallt á sjó, tekst allt þegar samvinnan gengur vel. Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson




Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: