„Alltaf stutt í grínið“

Það er dugnaður og gott skap sem einkennt hefur túrana …
Það er dugnaður og gott skap sem einkennt hefur túrana á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255, sem Þorbjörn hf. gerir út. Þetta segir skipstjórinn Valur Pétursson. Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Það er dugnaður og gott skap sem ein­kennt hef­ur túr­ana á frysti­tog­ar­an­um Hrafni Svein­bjarn­ar­syni GK-255, sem Þor­björn hf. ger­ir út. Þetta seg­ir skip­stjór­inn Val­ur Pét­urs­son.

Áhöfn­in á Hrafni Svein­bjarn­ar­syni er dug­leg að taka mynd­ir og fékk blaðamaður leyfi til að birta nokkr­ar til að veita inn­sýn í lífið um borð.

Er þetta skip­stjór­inn um borð? spyr blaðamaður. „Já svo er sagt,“ svar­ar Val­ur.

Spurður hvernig hann myndi lýsa mann­skapn­um, svar­ar hann: „Áhöfn­in er góð, hörkudug­leg­ir og öfl­ug­ir strák­ar sem sjá til þess að það vant­ar yf­ir­leitt meira í vinnsl­una. Það er ekk­ert sjálf­gefið að þegar það eru 26 karl­ar sam­an í mánuð á sjó að allt gangi upp en það ger­ir það nú samt. Mórall­inn er góður og menn eru yf­ir­leitt nokkuð létt­ir. Menn fara í rækt­ina, grípa í pílu eða fara í golf­hermi á frívakt­inni eða þegar ró­legt er og það er alltaf stutt í grínið.“

Það duga engin vettlingatök um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni.
Það duga eng­in vett­linga­tök um borð í Hrafni Svein­bjarn­ar­syni. Ljós­mynd/​Stefán Þór Friðriks­son
Það er alltaf nóg að gera.
Það er alltaf nóg að gera. Ljós­mynd/​Stefán Þór Friðriks­son

Ekki verður hjá því kom­ist að minn­ast á að síðastliðið rúmt ár hef­ur verið ein­kenni­legt fyr­ir þjóðfé­lagið allt, en Val­ur seg­ir fátt hafa breyst þrátt fyr­ir far­ald­ur. „Það eina sem hef­ur breyst varðandi Covid er að við för­um í skimun fyr­ir hverja brott­för, mæt­um svo um borð og göng­um frá kosti og veiðarfær­um og ger­um skipið klárt fyr­ir brott­för.

Við fór­um í fyrra inn til Eyja vegna gruns um Covid en sem bet­ur fer var ekki smit held­ur slæm inn­flú­ensa sem herjaði á okk­ur. Far­ald­ur­inn hef­ur því ekki haft mik­il áhrif og ekk­ert um­fram aðra hópa, menn fara eft­ir þeim regl­um sem gilda þegar þeir eru í fríi og eng­inn hef­ur fengið Covid.“

Hann seg­ir að veiðilega séð hafi síðastliðið ár gengið ágæt­lega. „Ýsa og karfi alls staðar en þorsk­ur­inn látið hafa fyr­ir sér oft og tíðum,“ út­skýr­ir Val­ur og bæt­ir við að ufs­inn sé líka vand­fund­inn.

Upp komu veikindi hjá skipverja í byrjun apríl og mætti …
Upp komu veik­indi hjá skip­verja í byrj­un apríl og mætti Land­helg­is­gæsl­ans á „sjúkra­bíl sjó­manna“. Ljós­mynd/​Stefán Þór Friðriks­son
Stund milli stríða. Ekki veitir af því að taka nokkrar …
Stund milli stríða. Ekki veit­ir af því að taka nokkr­ar mín­út­ur í bún­ings­klef­an­um.
Hrafn Sveinbjarnarson GK.
Hrafn Svein­bjarn­ar­son GK. Ljós­myd/​Eyj­ólf­ur Vil­bergs­son
Það fiskast ekki mikið ef veiðarfærin eru ekki í lagi …
Það fisk­ast ekki mikið ef veiðarfær­in eru ekki í lagi og verður að huga vel að öll­um búnaði um borð. Eins og ávallt á sjó, tekst allt þegar sam­vinn­an geng­ur vel. Ljós­mynd/​Stefán Þór Friðriks­son




Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: