Fundu fiska inni í skemmu

Hér stóð Tækniminjasafn Austurlands ásamt fleiri húsum sem fóru undir …
Hér stóð Tækniminjasafn Austurlands ásamt fleiri húsum sem fóru undir aurskriðuna stóru þann 18. desember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kafl­inn sem helgaðist af því að velta fyr­ir sér eyðilegg­ing­unni á Tækni­m­inja­safni Aust­ur­lands er að baki, að sögn Zu­haitz Akizu for­stöðumanns safns­ins. Hann seg­ir frá því í sam­tali við mbl.is að eft­ir mikla vinnu við flokk­un muna sé komið að því að líta til upp­bygg­ing­ar.

„Þrjár bygg­ing­ar und­ir okk­ar starf­semi glötuðust. Skipa­smíðastöð við sjó­inn, sem var stórt hús, renni­verk­stæðið og vélsmiðjan,“ seg­ir Zu­haitz. Tækn­isafnið fór und­ir stærstu aur­skriðuna sem féll á Seyðis­firði, þann 18. des­em­ber. 

Í dag, um sex mánuðum síðar, er ekki hægt að sjá mik­il merki um að þar hafi staðið safn. Zu­haitz sýndi blaðamanni og ljós­mynd­ara mbl.is svæðið í gær í glamp­andi sól og logni. 

Zuhaitz Akizu forstöðumaður Tæknisafnsins.
Zu­haitz Akizu for­stöðumaður Tækn­isafns­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fell­ur á milli kerfa

„Auk þeirra voru tvær skemm­ur á höfn­inni sem skemmd­ust mikið en urðu ekki beint fyr­ir aur­skriðunni held­ur af sjón­um sem skall á hús­un­um eft­ir að aur­skriðan skall á sjón­um.

Það myndaðist eins kon­ar smá-flóðbylgja. Við fund­um mik­inn þara inni í þeim og jafn­vel fiska.“

Ein skemman sem varð fyrir flóðbylgjunni.
Ein skemm­an sem varð fyr­ir flóðbylgj­unni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Einu um­merki þess að þarna hafi staðið safn er hluti gömlu vélsmiðjunn­ar sem enn stend­ur. Hlut­inn sem eft­ir stend­ur er friðaður en ekki er hægt að byggja við hann vegna nýs hættumats á svæðinu. Zu­haitz seg­ir því gömlu vélsmiðjuna falla á milli kerfa.

„Unnið er að því að finna ein­hverja lausn fyr­ir þessa bygg­ingu svo að hún fái að standa áfram með ör­ugg­um hætti.“

Flutu ofan á aurn­um

Svæðið þar sem safnið stóð fell­ur und­ir hættu­svæði C, þar sem gild­ir efsta stig hættu vegna of­an­flóða á Seyðis­firði, og verður því ekki hægt að end­ur­byggja á sama stað. 

Til stend­ur að færa þau átta hús sem hægt er inn á torf­una í bæ­inn, sem enn standa inni á hættu­svæðinu. Útlit er þá fyr­ir að eft­ir­stand­andi hluti vélsmiðjunn­ar verði eina húsið á stóru svæði þar sem þriðja og stærsta aur­skriðan féll. 

Alls voru fjór­tán hús sem altjón varð á og hafa verið rif­in eða hreinsuð af svæðinu. í sum­um til­fell­um var hægt að bjarga og varðveita hluta þeirra þó að húsið þyrfti að rífa. Sem dæmi nefn­ir Zu­haitz Fram­hús og Breiðablik, hvort tveggja timb­ur­hús sem urðu fyr­ir skriðu en flutu ofan á aurn­um og héld­ust nokk­urn veg­inn sam­an.

Höfn­in sem skipa­smíðastöðin stóð við var heil og í notk­un að sögn Zu­haitz. Til stóð að gera við hana í fram­kvæmda­áætl­un sveit­ar­fé­lags­ins Múlaþings árið 2022 og taka á móti segl­skip­um við hana.

Höfnin sem Tækniminjasafnið stóð við.
Höfn­in sem Tækni­m­inja­safnið stóð við. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eins og sjá má á mynd er hún ónýt í dag og ekki stend­ur til að byggja hana upp að svo stöddu. 

Safnið í fiskikör­um

Nokkr­um dög­um eft­ir aur­skriðurn­ar tók við mikið verk að safna sam­an og grafa upp muni úr safn­inu. „Þetta voru rúm­metr­ar af rúm­metr­um ofan af aur í bland við safn­muni, ljós­mynd­ir, skjöl og alls kon­ar,“ seg­ir Zhuaitz.

Tækniminjasafn Austurlands er nú meira eða minna í geymslu í …
Tækni­m­inja­safn Aust­ur­lands er nú meira eða minna í geymslu í fiskikör­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þetta var nán­ast eins og forn­leifa­upp­gröft­ur, þar sem við þurft­um að fara var­lega í að grafa upp. Fyrsta ákvörðunin sem var tek­in var að koma öllu fyr­ir í geymslu. Allt var sett í fiskikör og komið fyr­ir, fyrst í mjöl­skemmu en síðar í hent­ugra geymslu­hús­næði.“

Í kjöl­farið tók við mikið flokk­un­ar­starf þar sem ákveða þurfti hvað væri al­gjör­lega ónýtt, hvaða mun­ir væru mjög mik­il­væg­ir og bera kennsl á muni. 

Mikil vinna hefur farið í að bera kennsl á og …
Mik­il vinna hef­ur farið í að bera kennsl á og meta muni safns­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Núna sex mánuðum síðar get­um við sagt að við höf­um lokið við neyðar­björg­un á helstu mun­um sem bjargað verður og get­um núna horft fram á veg­inn.

Við get­um farið að hanna sýn­ing­ar með til­liti til muna sem við höf­um, við get­um farið að huga að nýju var­an­legu hús­næði.“

Þakk­lát Þjóðminja­safn­inu 

„Við höf­um fengið mjög mikla hjálp frá Þjóðminja­safn­inu. Við erum þeim mjög þakk­lát. Þegar við þurft­um á að halda voru hóp­ar af sér­fræðing­um send­ir hvort sem það var fyr­ir viðgerðir, ljós­mynda­sér­fræðinga eða fólk frá Þjóðskjala­safn­inu til að vinna með skjöl.“

Þá seg­ir Zu­haitz að starfs­fólk Tækni­m­inja­safns­ins hafi fengið mikla hjálp og leiðbein­ing­ar við gerð verk­ferla um meðferð mun­anna. Hann seg­ist ekki geta sagt til um hversu stór hluti glataðist og hversu stór bjargaðist.

„Renni­verk­stæðið var mik­il­væg­asta safna­svæðið okk­ar og það glataðist nán­ast allt.“

Hann seg­ir að í stór­um hluta safn­is­ins hafi ekk­ert bjarg­ast. Risa­stór tæki á borð við prentvél­arn­ar og traktor fóru í klessu við höggið og inni í safn­inu, inn­an um aur­inn, var að finna grjót á stærð við bíla.

Munir sem bjargað hefur verið ur Tækniminjasafninu.
Mun­ir sem bjargað hef­ur verið ur Tækni­m­inja­safn­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Svo það ætti ekki að koma nein­um á óvart hve mik­il eyðilegg­ing­in var.“

Zu­haitz seg­ir kafl­ann þar sem verið er að velta sér upp úr eyðilegg­ing­unni senn að baki og komið að því að byggja upp.

„Við misst­um mjög mikið, en við eig­um nóg til að setja á fót safn sem get­ur haldið uppi merkj­um Tækni­m­inja­safns­ins.“

Sögufrægur traktor eyðilagðist mikið við höggið. Hann er eins konar …
Sögu­fræg­ur traktor eyðilagðist mikið við höggið. Hann er eins kon­ar tákn­mynd afls skriðunn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is