Nýr kafli að hefjast á Seyðisfirði

Ummerki stóru aurskriðunnar eru enn vel merkjanleg þó að bærinn …
Ummerki stóru aurskriðunnar eru enn vel merkjanleg þó að bærinn hafi verið hreinsaður og mörg þúsund tonn aur keyrð úr bænum. Eggert Jóhannesson

Það var glamp­andi sól, varla ský á himni og um sex­tán gráður þegar blaðamann og ljós­mynd­ara bar að garði á Seyðis­firði í gær, rétt rúm­um sex mánuðum eft­ir að þrjár aur­skriður féllu í syðri hlíðum fjarðar­ins og allt breytt­ist.

Nýtt hættumat vegna of­an­flóða hafði ný­lega verið staðfest þegar hörm­ung­arn­ar dundu á bæn­um.

„Þetta var bara eitt­hvað sem eng­inn átti von á og var í raun­inni mjög ein­stakt,“ seg­ir Aðal­heiður Bergþórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri á Seyðis­firði og nú­ver­andi full­trúi sveit­ar­stjóra. Hún út­skýr­ir að í ný­legu hættumati hafi ein­ung­is verið reiknað með mik­illi hættu inn­ar í firðinum þar sem fyrri tvær aur­skriðurn­ar féllu.

Stærsta aur­skriðan féll 18. des­em­ber, nokkuð ut­ar­lega í firðinum sunn­an­verðum. Sjálf er hún bú­sett á svæðinu þar sem stóra skriðan féll og horfði á húsið sitt hverfa í myrkrið og rykið sem þyrlaðist upp við aur­skriðuna. Síðar kom í ljós að aur­skriðan hafði beygt af leið og bless­un­ar­lega ekki lent á húsi Aðal­heiðar, þar sem syn­ir henn­ar voru.

Sár­in far­in að gróa

Allt í kring­um hús Aðal­heiðar má sjá svæði sem hef­ur verið hreinsað, grafið og heflað. Lækn­um sem renn­ur und­an foss­in­um í hlíðinni hef­ur verið veitt í nýj­an far­veg og grjóti raðað meðfram. Varn­argarðar hafa verið myndaðir til bráðabirgða úr aurn­um sem féll og í hann sáð. Gras er tekið að spretta úr jarðvegs­sár­inu og segja má að sár­in séu bók­staf­lega far­in að gróa á Seyðis­firði.

Aðal­heiður seg­ir al­menna ánægju ríkja með hreins­un­ar­starf í bæn­um enda hafi það verið tekið föst­um tök­um. Sveit­ar­fé­lagið fer með verk­stjórn á hreins­un­ar­starfi sem er að miklu leyti greitt af Of­an­flóðasjóði og Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­um.

Hún seg­ir svæðið ekki síst merki um nýtt upp­haf. „Ég er bjart­sýn. Mér finnst þetta spenn­andi,“ seg­ir Aðal­heiður.

Hreinsnarstarf á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar er langt komið.
Hreinsnar­starf á Seyðis­firði eft­ir aur­skriðurn­ar er langt komið. Eggert Jó­hann­es­son

Hús færð á torf­una

Sér­stök verk­efna­stjórn hef­ur unnið í at­vinnu­mál­um á Seyðis­firði eft­ir ham­far­irn­ar sem og sér­stök ráðgjafa­nefnd um færslu átta húsa, sem hægt er að flytja af hættu­svæðinu inn í bæ­inn í kring­um lónið.

„Ég held að þetta muni styrkja þessa torfu í kring­um lónið. Fram komn­ar hug­mynd­ir eru mjög spenn­andi,“ seg­ir Aðal­heiður. Hún bæt­ir því við að flutn­ing­ur húsa sé kostnaðar­söm aðgerð og verið sé að meta þann kostnað.

Sam­starfs­nefnd ráðuneyt­anna vegna Seyðis­fjarðar var stödd á svæðinu á þriðju­dag að skoða aðstæður.

„Ég trúi því að all­ir aðilar og þing­menn sem komið hafa að heim­sækja okk­ur séu bjart­sýn­ir á að geta lagt eitt­hvað af mörk­um, því að þetta eru menn­ing­ar­verðmæti.“

Aðalheiður fyrrverandi sveitastjóri fyrir framan húsið sitt. Sjá má heflað …
Aðal­heiður fyrr­ver­andi sveita­stjóri fyr­ir fram­an húsið sitt. Sjá má heflað svæði allt í kring um hana. Eggert Jó­hann­es­son

Rann­saka þurfi sífrer­ann

Spurð hvort hægt verði að byggja svæðið sem hef­ur verið hreinsað eft­ir aur­skriðurn­ar seg­ir Aðal­heiður að enn sé verið að rann­saka aðstæður. Sér­fræðing­ar á veg­um Veður­stofu Íslands meti hvernig of­an­flóðavarn­ir hafi tek­ist til. Búið sé að setja upp mik­inn fjölda mæla upp í hlíðina og áætlan­ir uppi um betra dren. „Eins þarf að setja upp mæla í sífrer­ann, það er ekki búið að rann­saka hann nógu vel,“ seg­ir Aðal­heiður og bend­ir á snæviþak­inn tind efst í hlíðinni. Enn eigi síðan eft­ir að hækka og styrkja varn­argarða sem sett­ir voru upp til bráðabirgða á svæðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: