„Draumurinn er að komast á togara“

Elísabet Finnbjörnsdóttir segir það hafa verið alveg á óvart sem …
Elísabet Finnbjörnsdóttir segir það hafa verið alveg á óvart sem hún hóf nám í netagerð. mbl.is/Arnþór Birkisson

Elísa­bet Finn­björns­dótt­ir er alin upp í Hnífs­dal og hef­ur alltaf tengst sjó­sókn á einn eða ann­an hátt. Eins og flest ungt fólk í sjáv­ar­pláss­um lands­ins vann Elísa­bet á sín­um tíma í fiskiðnaði, nán­ar til­tekið Hraðfrysti­hús­inu Gunn­vöru, og ætlaði hún að ger­ast gullsmiður en endaði í neta­gerðar- og stýri­manns­námi og það á sama tíma.

Elísa­bet starfar nú hjá Hampiðjunni í Reykja­vík en var áður hjá Hampiðjunni á Ísaf­irði. Hún er auðvitað í vinn­unni er blaðamaður slær á þráðinn, en það var aldrei sjálfsagt að hún færi að vinna í þess­ari grein sjáv­ar­út­vegs­ins. „Neta­gerðin gerðist al­veg óvart. Það var þannig að ég fór með vin­konu minni upp í neta­gerð á Ísaf­irði þar sem pabbi henn­ar er yf­ir­maður og þegar ég labba út er ég kom­in með vinnu. Stuttu seinna er ég far­in að læra þetta. Ég ætlaði ekki að byrja í þessu,“ seg­ir hún.

Elísabet starfar nú hjá Hampiðjunni.
Elísa­bet starfar nú hjá Hampiðjunni. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún stund­ar nú nám í neta­gerð við Fisk­tækni­skóla Íslands og seg­ir bæði námið og vinn­una skemmti­lega og fjöl­breytta. Starfs­tím­ann í neta­gerðinni fær hún met­inn og á vinnustaðnum er hægt að læra hvernig sé að vinna með veiðarfæri. Í nám­inu er meðal ann­rs veitt inn­sýn í ólík­ar gerðir veiðarfæra, kennd­ir út­reikn­ing­ar á veiðarfær­um og mód­el af veiðarfær­um gerð.

Þorði ekki í stýri­mann­inn

Hefði ekki verið fyr­ir þessa til­vilj­ana­kenndu at­b­urðarás sem hófst í húsa­kynn­um Hampiðjunn­ar á Ísaf­irði hefði Elísa­bet, að eig­in sögn, lík­lega aldrei lent á þeirri braut sem hún er á nú og stefn­ir hún á að láta langþráðan draum ræt­ast um að öðlast stýri­manns­rétt­indi.

„Ég ætlaði í gull­smíði,“ seg­ir hún. „En það var aðallega út af því að ég þorði ekki í stýri­mann­inn. Það var bara þannig. Að læra stýri­mann­inn er eitt­hvað sem mig dreymdi alltaf um en þorði ein­hvern veg­inn aldrei að láta verða af því,“ út­skýr­ir Elísa­bet umbúðalaust. Einn dag hafi hún hins veg­ar ákveðið að láta efa­semd­irn­ar frá sér og slá til og nú hef­ur hún lokið ein­um vetri í stýri­manns­nám­inu í Skip­stjórn­ar­skól­an­um og lík­ar vel. Spurð hvað hafi veitt henni kjarkinn til að taka þessa ákvörðun, svar­ar hún: „Ég hætti bara að spá í því af hverju ég ætti ekki að gera það.“

Hafið kall­ar

Hún seg­ir eng­an hafa verið hissa þegar hún hafi tekið þessa stefnu­mark­andi ákvörðun. „Ég er alltaf að gera eitt­hvað sem ætti að koma á óvart,“ út­skýr­ir hún enda er henni sjó­sókn ekki ókunn og er fjöldi stýri­manna í ætt­inni. „Það er slatti af þeim. Báðir bræður mín­ir og pabbi. Síðan afar mín­ir.“ Elísa­bet seg­ir í raun ein­fald­ara að nefna þá í ætt­inni sem hafa ekki verið stýri­menn held­ur en hitt og kveðst hik­laust stefna á sjó.

„Ég hef ekki ákveðið ná­kvæm­lega hvar. Ég á eft­ir að finna það út. Draum­ur­inn er að kom­ast á tog­ara eða eitt­hvað svo­leiðis. Ég er ekki mjög heilluð af farþega­skip­un­um. Ég heill­ast meira af hinu, öllu vesen­inu.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Elísa­bet viður­kenn­ir að það sé nokkuð krefj­andi að vera í vinnu auk þess að vera bæði í námi í neta­gerð og stýri­manns­námi. „En maður læt­ur þetta ganga,“ bæt­ir hún við. Ljóst er að það kann að koma sér vel að vera með bæði þekk­ingu á veiðar- fær­um og skip­stjórn í starfi á sjó og ekki síst hvað at­vinnu­tæki­færi varðar. Hún mæl­ir með því að þeir sem kunna að hafa áhuga á námi tengdu sjáv­ar­út­vegi láti á það reyna. „Mér finnst þetta alla vega skemmti­legt allt sam­an.“

Þá kveðst Elísa­bet ekki vita hvað það er sem dreg­ur hana stöðugt í átt að haf­sókn en hafið og allt sem því teng­ist hef­ur ávallt heillað hana, ein­hver innri þrá sé til staðar. „Ég veit ekki ná­kvæm­lega hvað það er. Ætli það sé ekki bara æv­in­týragirni?“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: