Notalegt umhverfi á pallinum í sumar

MUUBS körfurnar gera mikið fyrir pallinn.
MUUBS körfurnar gera mikið fyrir pallinn.

Nú eru fjölmargir að gera fallegt í kringum sig bæði inn á heimilinu og út á pallinum eða í garðinum. Hulda Rós Hákonardóttir, einn eigenda Húsgagnahallarinnar og innkaupastjóri smávöru, ráðleggur þeim sem eru að gera pallinn kláran fyrir sumarið að horfa á björtu hliðarnar og njóta hverrar stundar úti á palli.

„Mikilvægast er að útihúsgögnin í garðinn, á pallinn eða á svalirnar séu gerð úr endingargóðu efni þar sem þau þurfa að þola íslenska veðráttu og vind. Að þau séu þægileg og gott að sitja í þeim. Eins er áhugavert að hafa húsgögnin vistvæn. Í raun snýst þetta um að skapa notalega stemningu þar sem fólki líður vel í fallegu umhverfi. Einnig er núna verið að nota fallegar ljósaseríur og skreyta umhverfið með fallegum körfum, vösum og blómum. Upplifunin sem fólk sækist eftir er að líða jafn vel í garðinum og inni í stofunni heima hjá sér. 

Sumarið okkar getur verið misjafnt þar sem sól og rigning skiptast á en það er ekkert sem segir að manni eigi ekki að líða vel og reyna að gera sem mest úr því með því að skapa sér notalegt umhverfi á meðan góða veðrið lætur sjá sig.“

„EcoChair“ er lífrænn stóll sem er eintaklega fallegur í garðinn.
„EcoChair“ er lífrænn stóll sem er eintaklega fallegur í garðinn.

EcoChair er lífrænn stóll gerður úr lituðu birki eða málaðri furu og böndum sem eru ofin úr hampi.

Fyrir þá sem vilja fá notaleg útihúsgögn er hægt að mæla með sófunum frá Stockholm. Sófarnir eru úr endingargóðum hráefnum; grindin úr áli sem ryðgar ekki og húsgögnin handofin með sérlega sterku nælonfléttuefni. Svampurinn í sessum og bakpullum er góður og áklæðið þolir vel sól og alls konar veðráttu. Það er auðvelt að raða saman einingum og búa þannig til draumaveröldina úti á palli. 

Vistvænir vasar frá Verti eru vinsælir núna og til í alls konar litum og tveimur stærðum til að hengja utan á húsið. Þeir eru stílhreinir og passa nánast hvar sem er. 

Veggvasi gerir mikið fyrir útlit hússins.
Veggvasi gerir mikið fyrir útlit hússins.

Síríusljósin eru sniðug í garðinn eða út á pall. Hægt er að hengja þau í trén eða finna leið til að hafa þau eins og ljósakrónur yfir borðstofunni úti. 

Falleg ljós gera mikið fyrir garðinn.
Falleg ljós gera mikið fyrir garðinn.
Siríus ljósin eru sniðug í garðinn eða út á pall.
Siríus ljósin eru sniðug í garðinn eða út á pall.

Sumarlegt og fallegt leirtau úr melamíni frá Medusa er tilvalið í útileguna eða út á pallinn. Það má fara í uppvottavélina. Eins er hægt að fá falleg glös úr kristalskornu plasti úr línunni, sem hentar vel að nota úti. 

Leirtau sem má vera úti stendur af sér veður og …
Leirtau sem má vera úti stendur af sér veður og vind.
Glös sem virka eins og kristall en eru úr plasti …
Glös sem virka eins og kristall en eru úr plasti eru góð úti.

Það getur verið gott að geyma barnadótið eða jafnvel teppi og púða í fallegum körfum úti á palli. Hægt er að geyma bækur í körfunum eða aðra hluti sem gott er að hafa við höndina úti. Eins geta fallegir stórir vasar sett svip á útisvæðið. Sumir setja stór blóm í þá og aðrir vilja hafa útlitið hreinlegt og fallegt. Þá eru vasarnir notaðir eins og skúlptúr eða listaverk.

Stórir vasar sem mega vera úti.
Stórir vasar sem mega vera úti.



mbl.is