Fiskeldi hafi neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna

Fyrirhugaðar sjókvíar í Stöðvarfirði eru sagðar breyta „yfirbragði og ásýnd …
Fyrirhugaðar sjókvíar í Stöðvarfirði eru sagðar breyta „yfirbragði og ásýnd fjarða og ímynd þeirra um lítt snortna eða ósnortna náttúru,“ í áliti Skipulagsstofnunar. Myndin er af sjókvíum í Berufirði. mbl.is

Ekki er víst að Fisk­eldi Aust­fjarða hf. geti fram­leitt 7.000 tonn af laxi í sjókví­um í Stöðvarf­irði sem fyr­ir­tækið hef­ur áform um. Þetta kem­ur fram í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar vegna fyr­ir­hugaðs eld­is. Stofn­un­in vís­ar til þess að rekstr­ar­leyfi miða við há­marks­líf­massa í sjó og vek­ur at­hygli á að ráðlagður há­marks­líf­massi í firðinum er 7.000 tonn.

Fyr­ir­hugað fisk­eldi er talið geta haft nei­kvæð áhrif á upp­lif­un ferðmanna þar sem sjókví­ar breyta „al­mennt yf­ir­bragði og ásýnd fjarða og ímynd þeirra um lítt snortna eða ósnortna nátt­úru,“ að mati Skipu­lags­stofn­un­ar.

„Þegar horft er frá strönd ber eld­is­mann­virk­in við haf­flöt­inn og frá því sjón­ar­horni munu þau lík­lega vera minna áber­andi, nema þar sem eldisk­ví­ar eru skammt und­an landi. Hins veg­ar er ljóst að eld­is­mann­virki verða áber­andi þar sem horft er yfir haf­flöt­inn ofar úr landi næst eld­is­svæðum. Eld­is­svæðið ligg­ur í ná­grenni við þjóðveg 1, þétt­býli, göngu­leiðir og ferðamannastaði. Það má því gera ráð fyr­ir að fjöldi fólks verði fyr­ir áhrif­um. Sjón­ræn áhrif eru met­in tals­vert nei­kvæð en að fullu aft­ur­kræf ef eldi verður hætt,“ seg­ir í áliti stofn­un­ar­inn­ar.

Nei­kvæð sam­legðaráhrif

Fram kem­ur í álit­inu að „helstu nei­kvæðu áhrif fyr­ir­hugaðs eld­is Fisk­eld­is Aust­fjarða í Stöðvarf­irði fel­ist í auk­inni hættu á að laxal­ús ber­ist í villta lax­fiska, áhrif­um á botn­dýra­líf, eðlisþætti sjáv­ar og ásýnd“. Þá er talið að sjókvía­eldið muni hafa „nei­kvæð sam­legðaráhrif með öðru eldi á Aust­fjörðum“ með til­liti til fyrr­nefndra þátta.

„Skipu­lags­stofn­un tel­ur að áhrif á súr­efn­is­styrk geti orðið nei­kvæð á staðbundnu svæði und­ir eldisk­ví­um og að styrk­ur upp­leystra nær­ing­ar­efna sjáv­ar geti auk­ist á stærra svæði út frá eldisk­ví­um. Með hvíld eld­is­svæða og til­færslu eldisk­vía frá einni eld­islotu til annarr­ar er lík­legt að áhrif­in verði aft­ur­kræf,“ seg­ir í álit­inu.

Þá þurfi að liggja fyr­ir áætl­un um vökt­un á súr­efn­is­styrk við botn og styrk nær­ing­ar­efna í sjó áður en gefið er út rekstr­ar­leyfi fyr­ir fyr­ir­hugað eldi.

Úrgang­ur hafi tals­verð áhrif

Áhrif á botn­dýra­líf vegna upp­safnaðs úr­gangs und­ir og ná­lægt kví­un­um tel­ur Skipu­lags­stofn­un verða tals­vert nei­kvæð. Þá sé „mik­il­vægt að hvíld svæða og til­hög­un eld­is verði stýrt af raunástandi botn­dýra­lífs“. Legg­ur stofn­un­in til að skil­yrði verði í rekstr­ar­leyfi sem fela í sér viðmið um ástand botn­dýra­lífs og ástand fjöru í grennd við eld­is­svæðin auk þess sem til­greind­ar verða mót­vægisaðgerðir „reyn­ist ástand ekki ásætt­an­legt“.

Jafn­framt eigi ekki að vera „hægt að hefja eldi á ný fyrr en hafs­botn og botn­dýra­líf á svæðinu hef­ur náð ásætt­an­legu ástandi sam­kvæmt viðmiðum Um­hverf­is­stofn­un­ar. Leiði vökt­un í ljós að ástand botns vegna yf­ir­stand­andi eld­is sé ekki ásætt­an­legt skal draga úr fram­leiðslu á viðkom­andi svæði eða lengja hvíld­ar­tíma.“

Stöðvarfjörður.
Stöðvar­fjörður. mbl.is/​Golli

Óvissa um laxal­ús

„Fiski­stofn­um Stöðvar­ár geti stafað hætta af laxal­ús frá eld­inu, bæði vegna ná­lægðar við eldið og smæðar fiski­stofna ár­inn­ar,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar sem tel­ur „óvissu til staðar um áhrif laxal­ús­ar á villta lax­fiska, m.a. vegna skorts á þekk­ingu á líf­fræði laxal­ús­ar og göngu­leiðum villtra lax­fiska í Stöðvarf­irði“.

Hins veg­ar er þess getið að ekki hef­ur til þessa greinst laxal­ús í fisk­eldi á Aust­fjörðum þrátt fyr­ir að hún haldi til í sjón­um um­hverf­is Ísland. „Lík­lega má rekja það til lágs sjáv­ar­hita, en bent hef­ur verið á að skil­yrði í sjón­um þurfa ekki að breyt­ast mikið til þess að lús­in nái sér á strik. Gera má ráð fyr­ir að lax­fisk­ar verði fyr­ir auknu álagi af völd­um laxal­ús­ar ef upp kem­ur lúsafar­ald­ur í fisk­eldi í Stöðvarf­irði. Um­fang og áhrif smits munu ráðast af um­hverf­is­skil­yrðum, tíma­setn­ingu og virkni mót­vægisaðgerða.“

Vegna þessa legg­ur Skipu­lags­stofn­un til að rekstr­ar­leyfi verði háð skil­yrðum um vökt­un vegna laxal­ús­ar.

Óveru­leg áhrif á erfðablönd­un

Þá tel­ur Skipu­lags­stofn­un ekki unnt að ala frjó­an lax í Stöðvarf­irði. Vís­ar stofn­un­in til þess að notk­un frjós lax í fisk­eldi er háð tak­mörk­un­um sem Haf­rann­sókna­stofn­un set­ur. „Með vís­an til áhættumats Haf­rann­sókna­stofn­un­ar tel­ur Skipu­lags­stofn­un að eldi á frjó­um laxi geti haft allt að veru­lega nei­kvæð áhrif á villta laxa­stofna m.t.t. erfðablönd­un­ar,“ seg­ir í álit­inu.

Fisk­eldi Aust­fjarða hf. kveðst ætla að nota ófrjó­an lax á meðan áhættumat leyf­ir ekki annað. Tel­ur stofn­un­in ófrjó­an lax hafa óveru­leg áhrif á erfðablönd­un.

mbl.is