Byrja að tyrfa bráðlega

Þökur á svæðinu vestan við Búðaránna á Seyðisfirði.
Þökur á svæðinu vestan við Búðaránna á Seyðisfirði. mbl.is/Freyr

Haf­ist verður handa bráðlega við að tyrfa hluta þess svæðis sem lenti und­ir stóru aur­skriðunni á Seyðis­firði 18. des­em­ber sl. Sjá má þökur á svæðinu vest­an við Búðarána. 

Hug­rún Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda- og um­hverf­is­mála­stjóri Múlaþings, sem hef­ur haft um­sjón með hreins­un­ar­störf­um á Seyðis­firði, seg­ir að til standi a tyrfa blett­inn neðan við veg­inn og að svæðið verði rammað inn með þökum. 

Hér sést sama svæði nokkrum dögum fyrr.
Hér sést sama svæði nokkr­um dög­um fyrr. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ann­ars hef­ur verið sáð í sár­in og hægt er að sjá að gras er tekið að spretta úr því. 

„Við ætluðum bara að ramma inn svæðið með þökum. Við ætl­um ekki að tyrfa allt sárið, við mun­um sá áfram í það,“ seg­ir Hug­rún. 

Sáið hefur verið í sárin og gras tekið að spretta …
Sáið hef­ur verið í sár­in og gras tekið að spretta úr þeim. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hún seg­ir góðan gang í hreins­un­ar­störf­um. Verið sé að und­ir­búa mal­bik­un á Hafn­ar­göt­unni, á svæðinu þar sem stóra aur­skriðan féll. Þar hef­ur veg­ur­inn verið sund­ur­graf­inn og þak­inn aur. Á góðviðris­dög­um eins og hafa verið und­an­farið á Aust­ur­landi þyrlast mikið ryk upp við um­ferð á veg­in­um. 

Skriðan sem féll þann 18. desember var gríðarlega stór.
Skriðan sem féll þann 18. des­em­ber var gríðarlega stór. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hug­rún seg­ist vongóð um að hefja megi mal­bik­un­ar­fram­kvæmd­ir í sum­ar. „Þessu er smám sam­an að ljúka, bæði hreins­un og frá­gangi.“

mbl.is