Hafbjörg mun verða Ásgrímur

Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson.
Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Björg­un­ar­skipið Ásgrím­ur S. Björns­son, sem verið hef­ur björg­un­ar­skip höfuðborg­ar­svæðis­ins í 19 ár, var í sinni síðustu æf­inga­ferð með Slysa­varna­skól­an­um á föstu­dag og hef­ur skipið verið selt úr landi. Þetta kem­ur fram í færslu á Face­book-síðu skól­ans.

Í þess­ari síðustu æf­inga­ferð sinni tók skipið þátt í loka­spretti grunnör­ygg­is­fræðslu­nám­skeiðs Slysa­varna­skól­ans, en síðasti hluti slíkra nám­skeiða er þyrluæf­ing sem skól­inn og Land­helg­is­gæsla Íslands standa að sam­an. Í færsl­unni kem­ur fram að ekki séu dæmi um slík­ar æf­ing­ar í öðrum lönd­um, en að þær séu „gríðarlega mik­il­væg þjálf­un fyr­ir verðandi sjó­menn.“

Frá þyrluæfingunni á föstudag.
Frá þyrluæf­ing­unni á föstu­dag. Ljós­mynd/​Slysa­varna­skóli sjó­manna
Hafbjörg eldri sem mun taka nafn Ásgríms.
Haf­björg eldri sem mun taka nafn Ásgríms. Ljós­mynd/​Arn­björn Ei­ríks­son

Í stað Ásgríms S. Björns­son­ar, sem smíðaður var af Halmatic á Englandi árið 1978, kem­ur björg­un­ar­skipið Haf­björg, sem smíðað var af sömu skipa­smíðastöð árið 1997. Haf­björg mun taka nafn þess fyrr­nefnda.

Sagt var frá því 16. júní að ný Haf­björg væri kom­in til heima­hafn­ar í Nes­kaupstað.

mbl.is