Stór makríll á leið til Fáskrúðsfjarðar

Hoffell SU er á landleið með 750 tonn af makríl.
Hoffell SU er á landleið með 750 tonn af makríl. mbl.is/Börkur Kjartansson

Hof­fell SU-80, sem Loðnu­vinnsl­an ger­ir út, er á leið til hafn­ar á Fá­skrúðsfirði frá Síld­ars­mugunni með 750 tonn af mak­ríl. Á vef fyr­ir­tæk­is­ins er full­yrt að um stór­an fisk sé að ræða eða um 450 grömm.

Gert er ráð fyr­ir að landað verði seint í kvöld eða um miðnætti. Í fyrra var fyrsta lönd­un Hof­fells á mak­ríl­vertíð 8. júlí og því ljóst að mak­ríl­veiðarn­ar fara nokkuð fyrr af stað hjá skip­inu.

mbl.is