Tæpur helmingur strandveiðiaflans kominn að landi

Strandveiðibátarnir hafa komið til hafnar með rúmlega fimm þúsund tonn …
Strandveiðibátarnir hafa komið til hafnar með rúmlega fimm þúsund tonn af þeim ellefu þúsund tonnum sem veiðunum er úthlutað. mbl.is/Hafþór

Að lok­inni sjö­undu viku strand­veiðanna var búið að veiða 5.258.844 kíló sem er 45,96% af þeim 11 þúsund tonna afla sem veiðunum hef­ur verið ráðstafað í sum­ar. Í heild hef­ur 664 bát­um verið veitt strand­veiðileyfi.

Fram kem­ur á vef Fiski­stofu að í sjö­undu viku strand­veiðanna lönduðu 147 bát­ar afla um­fram leyfi­leg­an há­marks­afla hverr­ar veiðiferðar, sem nem­ur 650 kíló­um af slægðum afla í þorskí­gild­um. Heild­ar­magnið nam 4.982 kíló­um.

Umframafli strandveiða í viku sjö.
Um­framafli strand­veiða í viku sjö. Mynd/​Fiski­stofa
Strandveiðisvæðin.
Strand­veiðisvæðin. Mynd/​Fiski­stofa

Sam­kvæmt töl­um, sem birt­ar hafa verið af Fiski­stofu með fyr­ir­vara um að skrán­ingu afla sé lokið, var mesta um­framafl­an­um landað á svæði A, næst­mest en þó mun minna á svæði D, næst á eft­ir svæði C og að lok­um minnst á svæði B. Þessi skipt­ing rím­ar vel við dreif­ingu á um­fangi strand­veiðanna.

Ber að taka fram að töl­ur um um­framafla eiga það til að taka nokkr­um breyt­ing­um frá birt­ingu þeirra eins og fram kom í um­fjöll­un 200 mílna í maí er bát­ur­inn Kaja ÞH var rang­lega sakaður um að hafa landað yfir 800 kíló­um um­fram leyfi­legt há­mark í ann­arri viku veiðanna.

mbl.is