Við sjómælingar í þrjá áratugi

Hjörtur F. Jónsson stýrim., Tryggvi Ólafsson vélstj., Þórður Gíslason kortagerð, …
Hjörtur F. Jónsson stýrim., Tryggvi Ólafsson vélstj., Þórður Gíslason kortagerð, Guðm. Birkir Agnarsson skipstjóri, Marteinn E. Þórdísarson bátsm., Andri Leifsson stýrim., Níels B. Finsen verkefnastjóri og Árni Þ. Vésteinsson deildarstjóri í áhöfn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þess var minnst á dög­un­um að 30 ár voru liðin síðan sjó­mæl­inga­bátn­um Baldri var hleypt af stokk­un­um á Seyðis­firði, þar sem hann var smíðaður. Bát­ur­inn hef­ur reynst Land­helg­is­gæsl­unni afar vel á þeim þrjá­tíu árum sem hann hef­ur verið nýtt­ur til sjó­mæl­inga, eft­ir­lits, lög­gæslu, æf­inga og marg­vís­legra annarra verk­efna við strend­ur lands­ins.

Bald­ur var smíðaður úr áli af Vélsmiðju Seyðis­fjarðar sem eft­ir­lits- og sjó­mæl­inga­bát­ur fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una og var hann sjó­sett­ur hinn 14. apríl 1991. Bald­ur kom svo til heima­hafn­ar í Reykja­vík hinn 12. maí 1991.

Bald­ur er tæp­lega 73 brútt­ót­onn. Hann er bú­inn tveim­ur aðal­vél­um og skrúf­um og er því mjög lip­ur í stjórn­tök­um sem ger­ir bát­inn sér­lega hent­ug­an í hin ýmsu verk­efni, seg­ir í sam­an­tekt á heimasíðu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Bald­ur er sér­stak­lega út­bú­inn til sjó­mæl­inga fyr­ir sjó­korta­gerð og um borð er m.a. fjöl­geislamæl­ir og full­kom­inn staðsetn­inga­búnaður til að upp­fylla alþjóðleg­ar kröf­ur um sjó­korta­gerð. Um borð í Baldri er einnig létt­bát­ur bú­inn dýpt­ar­mæli til mæl­inga á grynn­ing­um og allra næst strönd­inni. Að öllu jöfnu er fjög­urra manna áhöfn á Baldri en vist­ar­ver­ur eru fyr­ir átta manns.

Sérstakar aðstæður urðu þess valdandi að skip Landhelgisgæslunnar, sjómælingabáturinn Baldur …
Sér­stak­ar aðstæður urðu þess vald­andi að skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sjó­mæl­inga­bát­ur­inn Bald­ur og varðskip­in Týr og Þór, mætt­ust í síðasta mánuði í Ísa­fjarðar­djúpi. Þau sigldu hlið við hlið í fal­legu veðri. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son

Bald­ur markaði tíma­mót

Ásgrím­ur L. Ásgríms­son, fram­kvæmda­stjóri aðgerðasviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar og fyrr­ver­andi skip­stjóri á Baldri, seg­ir á heimasíðu stofn­un­ar­inn­ar að smíði Bald­urs fyr­ir þrjá­tíu árum hafi markað tíma­mót fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una.

„Til­koma Bald­urs og þess búnaðar sem hann var upp­haf­lega bú­inn með til sjó­mæl­inga og sjó­korta­gerðar gjör­bylti þess­um vett­vangi fyr­ir 30 árum. Við það tæki­færi reynd­ist unnt að hefja kerf­is­bundn­ar tölvu­vædd­ar mæl­ing­ar um­hverf­is landið og af­köst urðu miklu meiri en áður þekkt­ist. Þar til að þess­um tíma­mót­um kom hafði þessi vinna farið að mestu eða að miklu leyti fram hand­virkt en með sjálf­virkn­inni sem komið var á opnaðist fyr­ir nýja mögu­leika og vídd­ir.“ Seg­ir Ásgrím­ur og bend­ir á að á þess­um tíma hafi tölvu­tækn­in verið frum­stæð og til að mynda hafi staðsetn­ing­ar­kerfi með gervi­tungl­um ekki verið nýt­an­leg til ná­kvæmra staðsetn­inga.

Við dýptarmælingar á Ísafirði.
Við dýpt­ar­mæl­ing­ar á Ísaf­irði. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an

„Það varð því að koma upp staðbundn­um staðsetn­ing­ar­kerf­um á þekkt­um mælistöðvum í landi og því óhægt um vik að færa verk­efnið á milli svæða. Breytt­ist mikið eft­ir því sem gervi­hnatta­kerf­in þróuðust og urðu ná­kvæm­ari og tölvurn­ar hraðvirk­ari og af­kasta­meiri.“

Önnur stór breyt­ing varð þegar fjöl­geislamæli var komið fyr­ir um borð í Baldri fyr­ir tæp­um 20 árum. Breyt­ing­in um­bylti hvernig staðið var og er að mæl­ing­um og upp­setn­ingu þeirra. „Í sum­um til­vik­um tímasparnaður en í öðrum til­vik­um get­ur nán­ast full­kom­in þekju­mæl­ing hafs­botns­ins orðið til þess að sum marg­brot­in botnsvæði tek­ur lengri tíma að full­mæla m.t.t. alþjóðlegra staðla sem lög­bundið er að vinna eft­ir. Upp­lýs­ing­arn­ar eru hins veg­ar marg­falt um­fangs­meiri, betri og ör­ugg­ari, þ.e.a.s. ef rétt er staðið að öll­um verk­ferl­um, og því nauðsyn­legt að vanda vel til verka.“

Baldur tekur bát í tog.
Bald­ur tek­ur bát í tog. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Baldur eftirlitsskip Landhelgisgæslunnar á fyrri árum.
Bald­ur eft­ir­lits­skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar á fyrri árum. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an

Bald­ur hélt af stað í ár­legt sjó­mæl­inga­út­hald mánu­dag­inn 10. maí síðastliðinn. Þó svo að meg­in­verk­efni Bald­urs séu dýpt­ar­mæl­ing­ar fyr­ir sjó­korta­gerð sinn­ir hann einnig öðrum verk­efn­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar, þar með talið eft­ir­liti, lög­gæslu, leit og björg­un og aðstoð ým­is­kon­ar. Má þar nefna að á leið sinni frá Reykja­vík vest­ur á firði var Bald­ur kallaður til aðstoðar vél­ar­vana smá­báti í Faxa­flóa og var sá dreg­inn til hafn­ar á Akra­nesi, að því er fram kom í frétt á heimasíðu Gæsl­unn­ar.

Í sum­ar verður áfram haldið með mæl­ing­ar við norðan­verða Vest­f­irði, en skipu­leg­ar dýpt­ar­mæl­ing­ar með fjöl­geislamæli í Ísa­fjarðar­djúpi, Jök­ul­fjörðum og við Hornstrand­ir hóf­ust í fyrra.

Fyrstu daga yf­ir­stand­andi túrs var Bald­ur við mæl­ing­ar í Hlöðuvík á Horn­strönd­um en færði sig svo inn í Ísa­fjarðar­djúp til mæl­inga í Ísaf­irði, innst í Djúp­inu, en fjörður­inn hef­ur ekki verið mæld­ur áður. Fiski­bát­ar í Djúp­inu hafa stundað veiðar í firðinum en senni­lega hef­ur ekk­ert skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar áður farið al­veg inn í fjarðar­botn.

Grein­in var fyrst birt í sér­blaði 200 mílna um sjáv­ar­út­veg sem fylgdi Morg­un­blaðinu 5. júní.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: