32 sagt upp störfum í Stykkishólmi

Öllum starfsmönnum Agustsson ehf. hefur verið sagt upp.
Öllum starfsmönnum Agustsson ehf. hefur verið sagt upp. mbl.is/Sigurður Bogi

Öllum 32 starfs­mönn­um fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Ag­ust­son ehf. í Stykk­is­hólmi var sagt upp störf­um frá og með mánaðamót­um júní/​júlí. Starfs­mönn­um var til­kynnt um ákvörðun­ina á starfs­manna­fundi í gær, seg­ir Sig­urður Ágústs­son, einn eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins, í sam­tali við 200 míl­ur.

Upp­sagn­irn­ar komu til vegna viðvar­andi rekstr­ar­erfiðleika og ta­prekst­urs. Þá seg­ir í til­kynn­ingu vegna máls­ins að við taki „krefj­andi end­ur­skipu­lagn­ing­ar­ferli með það að mark­miði að tryggja sjálf­bær­an rekst­ur til lengri tíma“. Stefnt sé að því að halda úti rekstri en um­svif­in verði smærri.

Ákvörðunin um að segja upp starfs­fólk­inu er sögð „óumflýj­an­leg miðað við nú­ver­andi rekstr­ar­um­hverfi þar sem smærri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa átt und­ir högg að sækja“. Vísað er til hækk­andi rekstr­ar­kostnaðar sem ekki hef­ur tek­ist að mæta með stærðar­hag­kvæmni auk þess sem boðaður 13% sam­drátt­ur í út­gefn­um afla­heim­ild­um í þorski á næsta fisk­veiðiári hafi komið niður á áætlaðri af­komu fyr­ir­tæk­is­ins.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir árið 2019 skilaði fyr­ir­tækið 92,6 millj­óna króna tapi og 100,9 millj­óna króna tapi 2018.

mbl.is