Hér má fylgjast beint með rafrænum kynningarfundi Landsnets um kerfisáætlun 2021 til 2030. Fundurinn hefst klukkan níu og ber yfirskriftina Grunnur að grænni framtíð.
Efni fundarins er framtíð flutningskerfi raforku á Íslandi. Kerfið er í stöðugri þróun og við gefum árlega út kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfisins. Á fundinum verður farið yfir helstu breytingar og þróun í nýrri kerfisáætlun til 2030.