Bieber-hjónin sleikja grísku sólina

Hailey og Justin Bieber njóta lífsins á grísku eyjunni Milos.
Hailey og Justin Bieber njóta lífsins á grísku eyjunni Milos. Samsett mynd

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber og fyrirsætan og eiginkona hans Hailey Bieber njóta nú lífsins við Miðjarðarhafið. Hjónin eru stödd á eyjunni Milos við strendur Grikklands og hafa skemmt sér vel af myndunum að dæma. 

Bieber-hjónin leigðu sér til dæmis sæþotu og brunuðu rétt úti fyrir ströndinni. Þá sáust þau einnig með köfunarbúnað á ströndinni og gera má ráð fyrir að þau hafi kannað neðansjávarlífið. 

Hjónin eru nýkomin til Grikklands frá Frakklandi þar sem þau hittu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og eiginkonu hans Brigitte. 

mbl.is