Dagur og Hallgrímur til starfa hjá Vinnslustöðinni

Sjávarútvegsfræðingarnir og Eyjamennirnir Dagur Arnarson og Hallgrímur Þórðarson hafa hafið …
Sjávarútvegsfræðingarnir og Eyjamennirnir Dagur Arnarson og Hallgrímur Þórðarson hafa hafið störf hjá Vinnslustöðinni. Ljósmynd/Samsett

Dag­ur Arn­ar­son og Hall­grím­ur Þórðar­son, ný­út­skrifaðir sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ar frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri, hafa verið ráðnir til starfa hjá Vinnslu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um, að því er fram kem­ur á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Dag­ur er ný­út­skrifaður úr sjáv­ar­út­vegs- og viðskipta­fræðum frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Hann hef­ur gengið í marg­vís­leg störf í Vinnslu­stöðinni og Hafnareyri en mun núna aðstoða við stjórn­un lifr­arniðursuðu hjá Iðunni Sea­foods ehf., sem Vinnslu­stöðin á hlut í.

Hall­grím­ur nam sjáv­ar­út­vegs­fræðin í fjar­námi frá Eyj­um og vann jafn­framt á neta­verk­stæði og á skrif­stofu Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Hann mun nú sinna verk­efn­um á skrif­stof­um fé­lags­ins.

Báðir eiga þeir það sam­eig­in­legt að hafa skilað loka­verk­efn­um sem tengj­ast Vinnslu­stöðinni. „Ég velti því fyr­ir mér í loka­verk­efn­inu hvort hag­kvæmt væri að bæta við pökk­un­ar­vél í upp­sjáv­ar­húsi Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Verk­efnið varðaði bæði sjáv­ar­út­vegs­fræði og í viðskipta­fræði í nám­inu. Þetta þarf að kanna enn frek­ar og von­andi verður það gert,“ seg­ir Dag­ur um loka­verk­efni sitt. Hann seg­ir jafn­framt Vinnslu­stöðina alltaf hafa verið fyrsta kosst er varðar vinnustað.

„Loka­verk­efnið mitt fjallaði um hvort hag­kvæm­ara væri fyr­ir Vinnslu­stöðina að fram­leiða krapa um borð í skip­un­um sín­um frek­ar en að taka hefðbund­inn flöguís með sér að heim­an til veiða. Vís­bend­ing­ar eru um að sú leið sé hag­kvæm­ari en það þarf að fara dýpra í málið og setja raun­töl­ur um kostnað alls staðar inn í dæmið. Sumt varð ég að áætla en áhugi er fyr­ir því að ég haldi áfram að kanna málið frá öll­um hliðum,“ seg­ir Hall­grím­ur.

mbl.is