Gísli, Baldur og Quentin aflahæstir

Hugrún DA, áður Rán SH, var aflahæsti báturinn á grásleppuvertíðinni.
Hugrún DA, áður Rán SH, var aflahæsti báturinn á grásleppuvertíðinni. Ljósmynd/Arnbjörn Eiríksson

Afla­hæsti bát­ur­inn á grá­sleppu­vertíðinni hingað til er Hug­rún DA-1 með 115 tonn. Bát­ur­inn er gerður út frá Skarðsstöð á Skarðsströnd í Döl­um og seg­ir í um­fjöll­un Skessu­horns að það séu feðgarn­ir Gísli Bald­urs­son og Bald­ur Þórir Gísla­son sem ásamt Qu­ent­in Monner skipa áhöfn Hug­rún­ar.

Fátt bend­ir til þess að nokk­ur ann­ar bát­ur muni ná jafn mikl­um afla áður en tíma­bil­inu lýk­ur end­an­lega en vertíðin hef­ur verið „feng­sæl“ að því er seg­ir á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Fram kem­ur að alls hafi 172 bát­ar stundað grá­sleppu­veiðar á vertíðinni og nem­ur afli þeirra 7.349 tonn­um þegar tveir bát­ar eru enn að veiðum. Á vertíðinni hef­ur því afli hvers báts að meðaltali verið 43 tonn, sem sagður er sá mesti í sögu grá­sleppu­veiða og sam­svar­ar þetta yfir 80 tunn­um af hrogn­um.

Fúsi var með mesta afla á hverja löndun að meðaltali.
Fúsi var með mesta afla á hverja lönd­un að meðaltali.

Þá hafa land­an­ir á vertíðinni verið 2.742 sem gef­ur 2,7 tonna meðaltal. Fúsi SH var með hæsta meðaltalið 7,3 tonn eða 51,4 tonn í sjö róðrum.

Fimm bát­ar náðu yfir 100 tonn­um og voru það Hug­rún DA með 115,1 tonn, næst Sigur­ey ST með 110,3 tonn, síðan Hlökk ST með 107,2 tonn, svo Aþena ÞH með 103,4 tonn og er fimmti bát­ur­inn Rán SH með 100 tonn.

mbl.is