Sá stóri fékkst á Mánáreyjahryggnum

Guðmundur A. Jónsson með þann væna sem náðist í nótt.
Guðmundur A. Jónsson með þann væna sem náðist í nótt. mbl.is/Hafþór

Þeir voru sáttir með veiðina þeir Guðmundur Annas Jónsson skipstjóri og Lukasz Pietrzyk á Jóni Jak ÞH-8. Þeir voru að veiðum á Mánáreyjahryggnum þar sem sá stóri beit á aðfararnótt miðvikudags.

Mikið hefur verið um stóra þorska að undanförnu og hefur fjöldi strandveiðimanna fengið væna fiska í sumar. Þá fóru margir að bera saman þorska sína eftir að 200 mílur sögðu frá því að áhöfnin á Sólrúnu EA-151 tókst að koma að landi með 51 kílós þorsk í lok apríl.

Barst meðal annars 200 mílum frásögn af einum vænum sem Jóhann A. Jónsson veiddi á færi í Þistilfirði árið 2018 á Garðari ÞH-122.

Jóhann A. Jónsson með sinn stóra.
Jóhann A. Jónsson með sinn stóra. Ljósmynd/Aðsend

Ef þú hefur frásögn af stórum fiskum sem veiðast hafðu endilega samband við 200 mílur@mbl.is

mbl.is