Skipin farin á makríl í Síldarsmugunni

Makríll steypist niður í lest.
Makríll steypist niður í lest. mbl.is/Árni Sæberg

Skip­in okk­ar, Ísleif­ur VE og Kap VE, eru að kom­ast á mak­rílmiðin norður í Síld­ars­mugu,“ sagði Sindri Viðars­son, sviðsstjóri upp­sjávarsviðs hjá Vinnslu­stöðinni í Vestmanna­eyj­um, síðdeg­is í gær.

Ísleif­ur VE kom þangað í há­deg­inu í gær og Kap VE var rétt á eft­ir. Sindri sagði að skip­in hafi áður verið búin að leita að mak­ríl sunn­an við landið og fundið lítið sem ekk­ert.

„Veiðin þarna hef­ur verið frek­arró­leg,“ sagði Sindri. Hann sagði að ís­lensk skip hafi farið í Síld­ars­muguna í síðustu viku og skip Vinnslustöðvar­inn­ar lögðu af stað eft­ir síðustu helgi. Um tveggja sól­ar­hringasigl­ing er á miðin. Þangað eru kom­in mak­ríl­skip frá flest­um ef ekki öll­um út­gerðum upp­sjáv­ar­veiðiskipa.

mbl.is