„Skipin okkar, Ísleifur VE og Kap VE, eru að komast á makrílmiðin norður í Síldarsmugu,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, síðdegis í gær.
Ísleifur VE kom þangað í hádeginu í gær og Kap VE var rétt á eftir. Sindri sagði að skipin hafi áður verið búin að leita að makríl sunnan við landið og fundið lítið sem ekkert.
„Veiðin þarna hefur verið frekarróleg,“ sagði Sindri. Hann sagði að íslensk skip hafi farið í Síldarsmuguna í síðustu viku og skip Vinnslustöðvarinnar lögðu af stað eftir síðustu helgi. Um tveggja sólarhringasigling er á miðin. Þangað eru komin makrílskip frá flestum ef ekki öllum útgerðum uppsjávarveiðiskipa.