Þrjú ný björgunarskip væntanleg

Útlitsmynd af nýjum björgunarskipum.
Útlitsmynd af nýjum björgunarskipum. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg mun end­ur­nýja hluta skipa­flota síns en fé­lagið samdi ný­lega við finnsku skipa­smíðastöðina KewaTec í Finn­landi um smíði á þrem­ur nýj­um björg­un­ar­skip­um.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu Lands­bjarg­ar.

Stefnt er á að öll þrjú skip­in verði kom­in í notk­un um mitt ár 2023 en af­hend­ing á fyrsta björg­un­ar­skip­inu á að fara fram í lok júní 2022.

Íslensku björg­un­ar­skip­in með hærri meðal­ald­ur

Nýju skip­in munu leysa af hólmi eldri skip Lands­bjarg­ar en fé­lagið held­ur úti 13 björg­un­ar­skip­um víðs veg­ar um landið í sam­starfi við björg­un­ar­sveit­ir. Meðal­ald­ur skipa­flot­ans er nú tæp­lega 35 ár sem er mun hærra en á hinum Norður­lönd­un­um en þar er miðað við að björg­un­ar­skip verði ekki eldri en 25 ára.

End­ur­nýj­un þriggja skip­anna hleyp­ur á 855 millj­ón­um króna en ríkið mun koma til móts við Slysa­varna­fé­lagið og björg­un­ar­sveit­irn­ar með kostnaðinn. Alls er stefnt á að end­ur­nýja 10 skip í flot­an­um á næstu árum og mun ríkið einnig aðstoða við að fjár­magna næstu sjö.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina