Gæti að vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga

Tækniþróun síðustu ára hefur skapað aðstæður sem geta leitt af …
Tækniþróun síðustu ára hefur skapað aðstæður sem geta leitt af sér nýjar ógnir við lýðræði sem aftur geta leitt af sér að reynt verði að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður kosninga í lýðræðisríkjum. Samtal þeirra aðila sem hér eru undir er talið henta best til að geta komið í veg fyrir að slíkar ógnir raungerist, að því er fram kemur í tilkynninguni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöl­miðlanefnd, Fjar­skipta­stofa og netör­ygg­is­sveit­in (CERT-IS), lands­kjör­stjórn og Per­sónu­vernd hafa stofnað sam­ráðshóp um vernd ein­stak­linga í aðdrag­anda kosn­inga. Þetta er gert vegna fyr­ir­hugaðra þing­kosn­inga sem fara fram 25. sept­em­ber. 

Meg­in­mark­mið sam­ráðshóps­ins er að tryggja að stjórn­völd, sam­kvæmt þeim lag­aramma sem hvert um sig starfar eft­ir, fái viðeig­andi upp­lýs­ing­ar um atriði sem geri þeim kleift að bregðast við, eins fljótt og auðið er, ef metið er að uppi séu aðstæður sem viðeig­andi stjórn­völd þurfi að bregðast við. Hugs­an­leg­ar ógn­ir við fram­kvæmd kosn­inga sem hér geta verið und­ir varða m.a. per­sónu­vernd, upp­lýs­inga­óreiðu, netör­yggi eða þjóðarör­yggi, að því er seg­ir á vef Fjar­skipta­stofu. 

Vilja tryggja ör­ugga fram­kvæmd kosn­inga

Þá seg­ir, að til­lögu að stofn­un sam­ráðshóps­ins megi rekja til bréfs Per­sónu­vernd­ar frá 18. janú­ar 2019, til for­sæt­is­ráðuneyt­is og dóms­málaráðuneyt­is, þar sem óskað var eft­ir stofn­un sam­ráðsvett­vangs um vernd ein­stak­linga í tengsl­um við kosn­ing­ar.

„Bréf Per­sónu­vernd­ar var sent í kjöl­far s.k. Cambridge Ana­lytica-máls þar sem í ljós kom að fyr­ir­tæki og stjórn­mála­sam­tök höfðu reynt að hafa áhrif á stjórn­mála­af­stöðu ein­stak­linga und­ir ann­ar­leg­um for­merkj­um, m.a. með því að nota per­sónusnið á ógagn­sæj­an og nær­göng­ul­an hátt. Í kjöl­far bréfs­ins fór dóms­málaráðuneytið þess á leit við netör­ygg­is­ráð að fjallað yrði um er­indið á vett­vangi ráðsins og unnið að þeim ráðstöf­un­um sem lík­leg­ast­ar væru til ár­ang­urs í því augnamiði að tryggja ör­ugga fram­kvæmd kosn­inga að þessu leyti,“ að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is