Makrílvinnslan hafin í Neskaupstað

Makríl landað úr Beiti í gær.
Makríl landað úr Beiti í gær. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Mak­ríl­vertíðin er kom­in á fullt og er vinnsla haf­in í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað. „Það tek­ur ávallt dá­lít­inn tíma í upp­hafi vertíðar að fá allt til að virka eðli­lega en nú er allt farið að ganga vel,“ er haft eft­ir Jóni Gunn­ari Sig­ur­jóns­syni, yf­ir­verk­stjóra í fiskiðju­ver­inu, á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

„Það er veru­leg áta í fisk­in­um, hann er að éta og fitna eins og eðli­legt er á þess­um árs­tíma. Hér er unnið á þrískipt­um vökt­um og það eru rúm­lega 30 manns á hverri vakt. Margt af fólk­inu er með góða reynslu en það eru einnig nýliðar í bland. Okk­ur líst vel á fram­haldið, menn trúa því að þetta verði fín­asta vertíð,“ seg­ir Jón Gunn­ar.

Vil­helm Þor­steins­son EA lauk við að landa 1.300 tonn­um aðfaranótt fimmtu­dags og hófst þá lönd­un rúm­lega 1.100 tonna úr Beiti NK. Börk­ur NK er á veiðum í Smugunni og hafði hon­um tek­ist að ná 600 tonn­um í þrem­ur hol­um.

mbl.is